Fara í efni

Og áfram er smíðað

Helgi Valur Harðarson, kennari og brautarstjóri, segir nemendum í frístundahúsinu.
Helgi Valur Harðarson, kennari og brautarstjóri, segir nemendum í frístundahúsinu.

Það er alltaf gaman að sjá árangur af erfiði sínu og það má sannarlega segja um frístundahúsið sem nemendur á öðru ári í húsasmíði smíða í vetur. Verkinu miðar vel og gaman er að sjá hversu mikið hefur gerst frá því húsið var reist 14. september sl

Ríflega tuttugu nemendur byggja húsið og er nemendahópnum skipt í tvo hópa sem verja ákveðnum tíma í hverri viku í húsinu. Eftir að húsið var reist var mest unnið úti, á meðan veður leyfði, en að undanförnu hefur vinnan meira færst inn. Unnið hefur verið að því að einangra og undirbúa fyrir klæðningu og útbúa svefnloft. Framundan er að halda áfram að klæða húsið að innan, koma gluggunum á sinn stað o.s.frv. Handtökin eru óteljandi mörg. Nemendur í pípulögnum hafa þegar lagt hönd á plóg og þeir koma aftur við sögu þegar líður á veturinn og það sama gildir um nemendur í rafvirkjun. Þetta er kærkomin og góð þjálfun fyrir nemendur í ýmsum greinum byggingadeildar skólans.