Fara í efni

Óbreytt skipulag í námi og kennslu í VMA

Óbreytt skipulag í námi og kennslu í VMA

- English below -

Á mánudaginn tóku í gildi nýjar sóttvarnarreglur en þær hafa ekki áhrif á fyrirkomulag náms og kennslu í VMA. Stundatöflur verða óbreyttar, áfram þarf að skipta stórum hópum í tvennt og námið blanda af staðbundnu námi og dreifnámi. Skipulagi stundatöflu verður því ekki breytt a.m.k. á meðan núverandi reglur eru í gildi. 

Það munu líklega verða einhverjar breytingar í tengslum við íþróttakennslu í Íþróttahöllinni og M-11. Við erum að bíða eftir svörum varðandi það að geta notað þau rými og þá með hvaða hætti. Ég bið ykkur sem eruð í íþróttaáföngum að fylgjast vel með skilaboðum sem koma frá kennurum ykkar, ef það verða breytingar. Á meðan þið fáið ekki upplýsingar um breytingar þá gildir það fyrirkomulag sem hefur verið, þ.e. útikennsla. 

Ég vil þakka nemendum fyrir að virða þær reglur sem eru í gildi og að taka þátt í þeirri sótthreinsun sem þarf að fara fram svo skólastarfið geti verið þó með þeim hætti sem nú er. 

Þvoum okkur reglulega um hendur eða sprittum.  Áfram virðum við 1 metra regluna í skólanum og hópamyndun er ekki leyfð innan skólans

Það er venjuleg kvefpest að ganga þessa stundina og vil ég biðja ykkur nemendur að koma ekki í skólann ef þið finnið fyrir flensueinkennum. Ef þið eruð með einhver einkenni þá hafið samband við heilsugæsluna áður en þið mætið í skólann. Sjá nánar á heimasíðu skólans undir flipanum: “Uppl. vegna Covid” og á upplýsingasýðu Almannavarna covid.is

Verið bjartsýn, sinnið náminu af áhuga og æðruleysi, 

Sigríður Huld Jónsdóttir

Skólameistari VMA

English

Restrictions in Iceland have changed from today, 7th of September. Now there is a 200-person limit on the number of adults in a gathering and a 1 meter distance rule applies everywhere. This, however, does not mean any changes for our students studying in the school buildings. We still use the same timetable we have been using, students still attend in divided groups as it has been and part of the study will still be through e-learning and e-lessons. Nothing has changed. 

The only classes which could possibly change are sports classes. Students who now have been doing outdoor sport-classes will likely change to indoor classes later this week or next week. The sports teachers will send an email to students and inform them when and how it will change. 

As usual students have to take care during lessons at the school. Wash hands, use sanitizer and keep the 1 meter distance. Students are not allowed to stay at the school if they are not attending classes. If you don't have the chance to go home because of the distance or the timeframe between classes, you're welcome to study at the school library.

If you need some information, please contact your guidance teacher (umsjónarkennari) or director of study (sviðsstjóri). 

If you feel sick, do notatted school without contacting the health care (hak.is) first. Information regarding covid-19 is available in few languages on the covid-19 information webpage

Keep safe and do your best in your studies, 

Sigríður Huld Jónsdóttir

Principal VMA