Fara í efni  

Notkun QR-kóđa í efnafrćđikennslu skilar góđum árangri

Í grein hér á vefnun síđastliđinn föstudag var greint frá ţví hvernig svokallađir QR-kóđar hafa veriđ felldir inn í endurútgefna kennslubók Kjartans Heiđberg í horna- og rúmfrćđi sem kennd er í VMA. Kóđarnir vísa til kennslumyndbanda, til frekari útskýringa á námsţáttum, sem Hilmar Friđjónsson, kennari hefur sérstaklega unniđ fyrir ţessa kennslubók.

Notkun QR-kóđa í kennslu er ekki ný af nálinni í VMA ţví undanfarin fjögur ár hefur Árný I. Brynjarsdóttir notađ QR-kóđa í vinnubókum nemenda hennar í efnafrćđi í VMA. Eins og í áđurnefndri stćrđfrćđibók Kjartans Heiđberg er Árný međ QR-kóđa í ţessum vinnubókum, sem hún hefur sett upp og veriđ ađ ţróa undanfarin fjögur ár, sem vísa til kennslumyndbanda til frekari útskýringa á ýmsu sem nemendur eru ađ fast viđ í efnafrćđinni. Flest eru ţessi myndbönd á ensku en Árný segir ađ einnig sé unnt ađ finna nokkur myndbönd á íslensku á vefnum.

Árný segir ađ í eđli sínu megi e.t.v. segja ađ efnafrćđin sé frekar ţurr námsgrein og ţví sé mikils um vert ađ geta lífgađ upp á kennsluna međ ţví ađ nemendur geti sótt sér úrlausnir og frekari ţekkingu í greininni á myndrćnan hátt. Ekki síst sé mikilvćgt fyrir ţá nemendur sem glími viđ námsörđugleika af einhverju tagi, til dćmis lesblindu, ađ eiga ţess kost ađ nálgast námsefniđ einnig á ţennan hátt. Árný segir ađ um efnafrćđina gildi ţađ sama og margt annađ, ađ til ţess ađ öđlast fćrni í viđfangsefninu sé mikilvćgt ađ nemendur geti ćft sig aftur og aftur og ţar skipti myndböndin miklu máli, hćgt sé ađ horfa á ţau aftur og aftur.

„Ţetta er ákveđin leiđ til ţess ađ lífga upp á kennsluna og gera hana meira skapandi og um leiđ ađ ýta undir áhuga nemenda,“ segir Árný og bćtir viđ ađ greinileg fylgni sé á milli notkunar nemenda á kennslumyndböndunum og einkunna ţeirra í efnafrćđi. Međ ţví ađ nýta sér ţessa leiđ til ţess ađ auka skilning og ţekkingu á námsgreininni hafi nemendur hćkkađ einkunnir sínar og jafnframt hafi lćkkađ marktćkt hlutfall ţeirra sem falla í efnafrćđi.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00