Fara í efni  

Horna- og rúmfrćđi međ QR-kóđum

Horna- og rúmfrćđi međ QR-kóđum
Endurútgefin kennslubók Kjartans međ QR-kóđum.

Fyrir um fimm árum sendi Kjartan Heiđberg, fyrrverandi stćrđfrćđikennari í VMA frá sér Sko - kennslubók í horna- og rúmfrćđi sem hefur síđan veriđ notuđ međ góđum árangri í VMA. Einnig hefur hann skrifađ kennslubókina Upp á punkt – upprifjun grunnţátta í stćrđfrćđi sem einnig er notuđ í kennslu í VMA.

Í ţessari viku var kennslubókin Sko endurútgefin međ afar athyglisverđri viđbót sem eru svokallađir QR-kóđar (Quick Response Code). Kóđarnir vísa til kennslumyndbanda sem vistuđ er á Youtube sem útskýra betur ţađ sem er veriđ ađ kenna í bókinni. Hilmar Friđjónsson kennari í VMA á heiđurinn af vinnslu ţessara kennslumyndbanda sem hann hefur lagt ómćlda vinnu í.

En hvernig virka QR-kóđar? Einfaldlega međ ţví ađ bregđa myndavél snjallsíma eđa spjaldtölvu yfir kóđana. Á bak viđ hvern og einn ţeirra eru myndbönd til frekari útskýringa eđa glöggvunar. Međ öđrum orđum eru kóđarnir bein tenging viđ myndböndin og ţví er vissulega um ađ rćđa gagnvirka stćrđfrćđikennslu.

Hilmar Friđjónsson hefur í stćrđfrćđikennslu sinni lengi veriđ ađ ţróa ađferđir til ţess ađ nemendur gćtu nýtt sér símana sína í náminu. Hann segir ađ árangurinn af ţessari tilraunakennslu hafi hvatt sig til dáđa í ţessum efnum, reynslan hafi veriđ sú ađ međ ţví ađ nota snjallsímana kvikni áhugi nemenda, einnig ţeirra sem hafi átt í erfiđleikum međ ađ tileinka sér stćrđfrćđi.

Hilmar segir ađ međ endurútgáfu bókar Kjartans um horna- og rúmfrćđi hafi opnast sá möguleiki ađ setja QR-kóđa inn í bókina og tengja ţannig myndbönd viđ námsefniđ. Rúmfrćđin sé myndrćn og bjóđi ţví einstaklega vel upp á slíka nálgun í kennslunni. Hilmar hafđi áđur fengiđ leyfi Guđrúnar Hafdísar Eiríksdóttur til ţess ađ vinna slíkt margmiđlunarefni viđ kennslubók sem hún gaf út.

Á ţessari önn munu Hilmar, Helga Jónasdóttir og Elín Björk Unnarsdóttir nota ţessa nýju útgáfu kennslubókarinnar viđ kennslu í horna- og rúmfrćđi í VMA. Hilmar segir ađ líta verđi á kennsluna á önninni sem ákveđiđ tilraunaverkefni, enda sé hér, eftir ţví sem nćst verđur komist, um ađ rćđa nýjung í kennslubók í stćrđfrćđi sem áhugavert verđi ađ sjá hvernig virki.

Hilmar segir vandalaust fyrir nemendur ađ nálgast myndböndin í gegnum QR-kóđana. Međ iPhone-símum sé ţađ einfalt mál og hćgt sé ađ ná í app fyrir Android síma sem les kóđana. Einnig nefnir Hilmar ađ í gegnum Snapchat forritiđ, sem flest ungt fólk hefur í símunum sínum, sé vandalaust ađ lesa kóđana.

Kjartan Heiđberg segist fagna ţví ađ kennslubók sín hafi veriđ endurútgefin međ ţeirri áhugaverđu og mikilsverđu viđbót sem QR-kóđarnir séu. „Kennslumyndbönd Hilmars gefa möguleika á alveg nýrri nálgun í stćrđfrćđikennslu, ţau eru til ţess fallin ađ skýra hlutina betur út fyrir nemendum og ekki síđur er hér um ađ rćđa frábćra leiđ til ţess ađ auđvelda til dćmis foreldrum sem vilja rétta börnum sínum hjálparhönd viđ ađ skilja námsefniđ betur. Međ ţessu er stćrđfrćđin kennd á gagnvirkan hátt og ţađ skiptir verulegu máli ađ nýta sér tćknina međ ţessum hćtti. Ţetta er ađ mínu mati tćr snilld og ég hef hvergi séđ ţetta gert í námsefni í stćrđfrćđi,“ segir Kjartan og telur ađ ţetta sé ađeins byrjunin, augljóslega sé hćgt ađ nýta ţessa tćkni í kennslu í flestum bóknáms- og verknámsgreinum. „Ég er ţess fullviss ađ ţetta er bara byrjunin og ţađ er sannarlega ánćgjulegt ađ ţetta skref sé tekiđ í VMA međ útgáfu ţessarar kennslubókar í stćrđfrćđi,“ segir Kjartan sem er margreyndur kennari í stćrđfrćđi. Hann er bćđi grunnskóla- og framhaldsskólakennari og hafđi kennt stćrđfrćđi í tćpan áratug í VMA ţegar hann lét af störfum voriđ 2016.

Á ţessu stigi málsins er bókin gefin út sem fjölrit en Kjartan segist vonast til ţess ađ međ ţeirri reynslu sem fáist á ţessari önn af notkun hennar og QR-kóđunum (kennslumyndböndunum) verđi unnt fljótlega, vonandi nćsta haust, ađ gefa bókina út á vandrađra formi til almennrar dreifingar.

 

 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00