Fara í efni  

Nemendur og kennarar í hársnyrtiiđn til Malaga á sunnudaginn

Nemendur og kennarar í hársnyrtiiđn til Malaga á sunnudaginn
Leiđin liggur til Malaga á Suđur-Spáni.

Nćstkomandi sunnudag fara tíu nemendur á sjöttu önn í hársnyrtiiđn og kennarar ţeirra, Hildur Salína Ćvarsdóttir og Harpa Birgisdóttir, í tćplega hálfs mánađar kynningarferđ til Malaga á Spáni, eins og greint var frá hér á heimasíđunni í nóvember sl. Ţetta er í fyrsta skipti sem nemendur í hársnyrtiiđn í VMA fara í slíka kynningarferđ út fyrir landsteinana en áđur hafa nokkrir nemendur á ţessari námsbraut tekiđ hluta af starfsnámi sínu á hársnyrtistofum í Ţrándheimi í Noregi.

Hópurinn flýgur til London nk. sunnudag og ţađan áfram til Malaga á Suđur-Spáni. Hildur Salína og Harpa leituđu til fyrirtćkisins Grupo Nebro í Malaga sem hefur á sínum snćrum skólastöđvar og ótal margar hársnyrtistofur og ýmis önnur fyrirtćki í skyldri ţjónustu á Spáni og ţar á bć hafa veriđ skipulagđar ýmsar heimsóknir ţar sem nemendur og kennarar úr VMA fá ađ kynnast nýjustu straumum og stefnum í hársnyrtiiđn og sitja ýmsa fyrirlestra og kynningar á ţriđjudag, miđvikudag, fimmtudag og föstudag í nćstu viku og aftur á mánudag, ţriđjudag og miđvikudag í síđari vikunni – 3., 4. og 5. febrúar. Hópurinn er vćntanlegur aftur til Akureyrar laugardaginn 8. febrúar.

Í heimsóknum á hársnyrtistofurnar í Malaga fá nemendur ađ spreyta sig og ţeir safna ýmsum fróđleiksmolum um litafrćđi, hárfrćđi og skegg sem víkka út sjóndeildarhring ţeirra og nýtast ţeim í framhaldinu.

Ţessi náms- og kynningarferđ er styrkt af Erasmus + og hafa kennnarar í hársnyrtiiđn og Jóhannes Árnason, sem annast erlend samskipti í VMA, unniđ ađ undirbúningi ferđarinnar.

Ţó svo ađ báđir fagkennararnir í hársnyrtiiđninni fylgi útskriftarnemunum til Malaga verđur ţó ekkert uppihald hjá yngri nemendum á brautinni á međan. Gestakennarar munu hlaupa í skarđiđ og miđla nemendum í fyrsta bekk úr sínum viskubrunnum.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00