Fara í efni  

Útskriftarnemar í hársnyrtiiđn í náms- og kynningarferđ til Malaga á vorönn

Útskriftarnemar í hársnyrtiiđn í náms- og kynningarferđ til Malaga á vorönn
Kristjana Lóa Sölvadóttir er í útskriftarhópnum.

Í lok janúar nk. liggur leiđ útskriftarhóps í hársnyrtiiđn í VMA ásamt kennurunum Hildi Salínu Ćvarsdóttur og Hörpu Birgisdóttur til Malaga á Spáni ţar sem nemendur fá ađ kynnast ýmsu nýju í sínu fagi til viđbótar viđ ţađ sem ţeir hafa lćrt í námi sínu í VMA. Slík utanlandsferđ er nýjung í náminu í hársnyrtiiđn í VMA og er ţess vćnst ađ unnt verđi ađ koma henni á sem föstum liđ á síđustu námsönn nemenda.

Hildur Salína, brautarstjóri í hársnyrtiiđn, segir ađ hún hafi fariđ á kynningarfund Erasmus + - styrkjaáćtlunar ESB fyrir mennta- ćskulýđs- og íţróttamál - á Akureyri fyrr á ţessu ári og síđan hafi kennarar í hársnyrtiiđn fariđ ađ skođa ýmsa möguleika í ţessum efnum međ Jóhannesi Árnasyni, sem hefur yfirumsjón međ erlendum samskiptum í VMA. Í framhaldinu hafi veriđ sótt um styrk úr Erasmus + til ţess ađ kosta námsferđina til Malaga og á dögunum hafi fengist jákvćtt svar og ţví ljóst ađ fariđ verđur ţangađ međ útskriftarnemana undir lok janúar nk.

Hildur segist afar ţakklát fyrir fjárstuđning Erasmus + sem geri mögulegt ađ fara í ţessa ferđ međ nemendurna. Nú ţegar hafa kennarar sett sig í samband viđ fyrirtćkiđ Grupo Nebro í Malaga, sem er risastór keđja fjölda hársnyrtistofa á Spáni og hún hefur einnig á sínum snćrum skólastöđvar. Ćtlunin er ađ nemendurnir kynni sér nýjustu strauma og stefnur í hársnyrtiiđn hjá Grup Nebro og einnig er hugmyndin ađ ţeir sćki ýmis námskeiđ. Dagskrá ferđarinnar verđur í frekari mótun á nćstu dögum og vikum en Hildur segir alveg ljóst ađ hér opnist frábćrt tćkifćri til ţess ađ kynna nýja og áhugaverđa hluti fyrir nemendum og víkka út ţeirra sjóndeildarhring.

Ţetta er fyrsta náms- og kynningarferđ sinnar tegundar sem nemendur í hársnyrtiiđn í VMA fara í en nokkrir af nemendum úr ţessum útskriftarhópi hafa fariđ til Ţrándheims í Noregi og unniđ ţar í nokkrar vikur á stofum, sem hluta af námi ţeirra í VMA.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00