Fara í efni  

Leikhópurinn í Trölli stillir saman strengi

Leikhópurinn í Trölli stillir saman strengi
Fyrsta samverustund leikhópsins međ leikstjóra.

Búiđ er ađ velja fólk til ţess ađ fara međ hlutverk í leikritinu Trölli sem Leikfélag VMA setur upp á vorönn. Leikhópurinn kom saman í fyrsta skipti síđastliđinn mánudag.

Eins og komiđ hefur fram er um ađ rćđa nýja leikgerđ Jokku G. Birnudóttur og Kolbrúnar Lilju Guđnadóttur á kvikmyndinni Trolls og er óhćtt ađ segja ađ um sé ađ rćđa viđamikiđ og metnađarfullt verkefni. Og ţađ sem gerir verkefniđ sérstaklega áhugavert er sú stađreynd ađ ţetta er í fyrsta skipti sem leikritiđ er sett á sviđ hér á landi.

Kolbrún Lilja, annar handritshöfunda og leikstjóri sýningarinnar, segir ađ fyrsta útgáfa handritsins sé nú tilbúin og búiđ sé ađ samlesa ţađ einu sinni, ţó ekki af leikhópnum, og textinn virki vel. Ţađ sé ţó ljóst ađ handritiđ muni taka einhverjum breytingum á ćfingatímanum.

Ellefu leikararar voru valdir til ţess ađ leika í sýningunni en yfir tuttugu manns komu í prufur. Kolbrún Lilja sagđi ađ valiđ hafi veriđ mjög erfitt enda sterkur hópur sem kom í prufur. Ţó svo ađ búiđ sé ađ velja leikhópinn á eftir ađ skipa ţeim í hlutverk, ţađ segir leikstjórinn ađ verđi gert eftir ađ hún kynnist leikhópnum betur. Til ţess gefst tćkifćri á nćstunni ţví til ađ byrja međ verđur Kolbrún Lilja međ námskeiđ fyrir leikhópinn, sem í raun er byrjunin á ćfingaferlinu, en meiri kraftur verđur ţó settur í ćfingar eftir áramót. „Ţađ voru líka margir sem skráđu sig í ýmislegt annađ en ađ leika. Hópurinn sem kemur ađ ţessu er mjög flottur. Ég veit ađ ţađ klisjukennt ađ segja ţetta en ţađ var bara mjög erfitt ađ velja leikhópinn,“ sagđi Kolbrún Lilja en í honum er góđ blanda af reynslufólki og óreyndum leikurum. Auk leikhópsins kemur stór hópur fólks ađ sýningunni og ţađ er ennţá pláss fyrir gott fólk sem hefur áhuga á ađ taka ţátt í undirbúningi sýningarinnar Tröll á vorönn.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00