Fara í efni  

Tröll verđur leiksýning Leikfélags VMA í vetur

Ţá liggur fyrir ađ Leikfélag VMA mun í vetur setja upp leikritiđ Tröll, sem er splunkuný leikgerđ Jokku G. Birnudóttur og Kolbrúnar Lilju Guđnadóttur á kvikmyndinni Trolls. Frá ţessu var greint í Gryfjunni í gćr í tengslum viđ nýnemahátíđ skólans.

Ţess er ávallt beđiđ međ nokkurri eftirvćntingu hvađa leikrit verđur tekiđ til sýninga á komandi vetri. Undanfarin ár hefur Leikfélag VMA sett upp metnađarfullar sýningar – Bugsý Malón sl. vetur, Ávaxtakörfuna veturinn 2017-2018 og Litlu hryllingsbúđina 2016-2017. Allar eiga ţessar sýningar ţađ sameiginlegt ađ tónlistin hefur veriđ stór ţáttur. Og sýning vetrarins, Tröll, er ţar engin undantekning. Eins og í kvikmyndinni Trolls verđa flutt fjölmörg ţekkt lög, bćđi nýleg og eldri. Nćgir ţar ađ nefna smell Justins Timberlake Can’t Stop the Feeling, sem hann samdi fyrir myndina og hann er sömuleiđis í einu ađalhlutverkanna í myndinni. Kvikmyndin Trolls var frumsýnd áriđ 2016 og er tölvugerđ ćvintýramynd sem byggir á sögu eftir Erica Rivinoja. Framhaldsmynd, sem mun heita á ensku Trolls World Tour, verđur frumsýnd í Bandaríkjunum í apríl á nćsta ári.

Leikfélag VMA rćđst sem sagt ekki á lágan garđ, frekar en fyrri daginn. Verkefniđ er spennandi, ekki síst vegna ţess ađ ţetta verk hefur ekki áđur veriđ sett upp á sviđ hér á landi.

Sumrinu hafa Jokka og Kolbrún Lilja variđ ađ hluta í ađ skrifa leikgerđina og er sú vinna langt komin. Kolbrún Lilja, sem mun leikstýra verkinu, segir ţó ađ handritiđ muni taka breytingum í međförum leikhópsins. Hann komi til međ ađ setja sitt mark á uppsetninguna og hún muni ţví án nokkurs vafa ţróast mikiđ á ćfingatímanum. Gert er ráđ fyrir ađ valiđ verđi í hlutverk í október og í kjölfariđ hefst ćfingaferliđ. Kolbrún Lilja segist á ţessu stigi málsins ekki geta sagt til um hversu margir leikarar verđi í sýningunni en ađ öllu samanlögđu komi margir ađ sýningunni, til dćmis ţurfi mikla vinnu ađ leggja í búninga, leikmuni o.fl. Frumsýning verđur í febrúar 2020 í Menningarhúsinu Hofi.

En hver er leikstjórinn Kolbrún Lilja Guđnadóttir? Hún er fćdd og uppalin á Selfossi og tók strax á unglingsaldri ţátt í uppfćrslum Leikfélags Selfoss. Hún var í framhaldsskóla á Selfossi og síđan í Fjölbrautaskólanum í Breiđholti. Hún fór síđan fljótlega eftir framhaldsskóla til New York og nam ţar leiklist í eitt ár, 2015-2016. Síđan hefur Kolbrún Lilja komiđ ađ leiklist á einn eđa annan hátt, haldiđ fjölda leiklistarnámskeiđa og sjálfstyrkingarnámskeiđa og veriđ međ hópefli. Hún flutti til Akureyrar í febrúar sl. og lék í uppfćrslu Péturs Guđjónssonar í Hofi á Fullkomnu brúđkaupi. Og nú tekur Kolbrún Lilja nćsta skrefiđ – ađ leikstýra. Tröll verđur frumraun hennar í ţví ađ stýra uppfćrslu á viđamikilli leiksýningu. „Ţetta er óneitanlega mikil áskorun, ég er í senn mjög spennt og pínu stressuđ, sem ég held ađ sé alveg eđlilegt,“ segir Kolbrún Lilja. Hún segist horfa til ţess ađ sýningin verđi fyrir alla fjölskylduna, rétt eins og kvikmyndin Trolls. „Ég held ađ ţetta verđi heilmikiđ partý fyrir bćđi leikhópinn og áhorfendur. Ég hef nokkuđ mótađar hugmyndir í kollinum um hverning sýningin kemur til međ ađ líta út en ég vil engu ađ síđur ekki festa mig of mikiđ í ákveđnum hugmyndum ţví mig langar ađ leikhópurinn fái ađ setja sitt mark á verkiđ.  Mögulega verđur sýningin, ţegar upp verđur stađiđ, allt önnur en ég sé hana fyrir mér núna. Ţađ verđur mjög gaman ađ sjá hvađ út úr ţessu kemur, ég er mjög spennt fyrir ćfingaferlinu. Ég hvet sem flesta til ţess ađ koma í prufur, sem ég reikna međ ađ verđi um miđjan október. Ţađ verđur rćkilega auglýst ţegar nćr dregur,“ segir Kolbrún Lilja Guđnadóttir.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00