Fara í efni  

Kristinn las úr Maníuraunum

Kristinn las úr Maníuraunum
Kristinn Rúnar kynnir bók sína á bókasafni VMA.

Kristinn Rúnar Kristinsson heimsótti VMA í dag og las upp úr nýrri bók sinni „Maníuraunir - reynslusaga strípalingsins á Austurvelli". Bókin fjallar um baráttu Kristins Rúnars við geðhvörf, þó aðallega um maníuhliðina, sem heitir á íslensku oflætisástand, sem færri þekkja. Hin hliðin á geðhvörfum er þunglyndi sem flestallir þekkja með einhverju móti. Í bók sinni segir Kristinn sögur af mikilli hreinskilni, tæpitungulaust og dregur ekkert undan. 


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00, nema föstudaga frá kl 08:00-13:00.