Fara í efni  

Komnir á rétta hillu

Komnir á rétta hillu
Hilmar Poulsen (t.v) og Bjarki Búi Ómarsson.

Ţađ hefur veriđ mikill skortur af fagmenntuđu stál- og blikksmiđum og ţví er ánćgjulegt til ţess ađ vita ađ góđur hópur er núna í ţessu námi í VMA, bćđi nemendur ađ ljúka námi í maí nk. og einnig nemendur sem stefna á ađ ljúka námi á vorönn 2020. Ţađ virđist ljóst ađ ţessara nemenda bíđa góđ störf á vinnumarkađi.

Tveir ţeirra nemenda sem stunda nú nám í stálsmíđi og stefna ađ ţví ađ ljúka námi voriđ 2020 eru ţeir Bjarki Búi Ómarsson, sem býr í Hólakoti í Eyjafjarđarsveit, og Hilmar Poulsen frá Akureyri. Ţeir segjast vera öldungar sem hafi loks fundiđ sína réttu hillu, Bjarki Búi fagnar 27 ára afmćlinu í dag og Hilmar er 32 ára gamall. Báđir eru ţeir fjölskyldumenn og eru sammála um ađ ţađ sé töluvert átak ađ setjast á skólabekk fyrir „gamlingja“ eins og ţá, til hliđar viđ vinnu og fjölskyldulíf. En vel ţess virđi og mikilvćgt sé ađ landa starfsréttindum í stál- og blikksmíđinni.

„Ég hef lengi haft mikinn áhuga á ýmsu er viđkemur vélum. Ég fór reyndar á sínum tíma á íţróttabraut hér í VMA, var ţá sextán ára gamall, og lauk ţremur önnum í ţví námi. Ég var síđan í Slippnum í fimm ár og fékk áhuga á ađ mennta mig frekar á ţessu sviđi. Horfđi til ţess ađ fara í vélstjórnina en ţar sem mér fannst svo gaman ađ sjóđa varđ úr ađ ég ákvađ ađ skella mér í ţetta og sé ekki eftir ţví,“ segir Bjarki Búi.

Hilmar Poulsen brosir út í annađ ţegar hann rifjar upp skólagöngu sína. Fyrir sextán árum var hann í VMA á almennri braut. Segist ţá hafa veriđ mjög óráđinn í ţví á allan hátt hvađ hann langađi til ţess ađ lćra. Fór síđan á matvćlabraut tveimur árum síđar og horfđi ţá til ţess ađ lćra bakaraiđn. Ţađ breyttist snarlega og fyrr en varđi var Hilmar farinn ađ vinna sem ţjónn, fyrst á Hótel Nordica í Reykjavík og síđan á Strikinu á Akureyri. Hann vann ţví nćst á lyftara hjá Vífilfelli á Akureyri um tíma, fór í meiraprófiđ og vann sem rútubílstjóri í tvö ár og fékk síđan vinnu hjá Slippnum í nóvember 2015 og hefur unniđ ţar síđan. Reynslan af vinnunni í Slippnum og námskeiđ sem Hilmar tók í TIG-suđu hjá SÍMEY segir hann ađ hafi endanlega leitt hann inn á ţá braut ađ fara í nám í stálsmíđi í VMA og ná sér ţannig í full starfsréttindi. Ţetta sé hillan sem hann hafi svo lengi veriđ ađ leita ađ. Nú ţegar er Hilmar langt kominn međ starfssamninginn í stálsmíđi í Slippnum, býst viđ ađ ljúka honum nćsta haust, áđur en hann klárar námstímann í VMA. „Ég er ákveđinn í ţví ađ taka líka námiđ í blikksmíđi og afla mér starfsréttinda á ţví sviđi. Til viđbótar viđ stálsmíđina ţarf ekki ađ bćta svo miklu viđ til ţess ađ hafa full réttindi í báđum greinum og ţví finnst mér mikiđ til vinnandi,“ segir Hilmar og Bjarki Búi tekur undir ađ hann hyggist sömuleiđis fara sömu leiđ, ađ ljúka bćđi stálsmíđinni og blikksmíđinni.

Ţeir segjast báđir vera mjög sáttir međ námiđ. Kennslan sé góđ og kennararnir eins og hluti af hópnum, sem í ţeirra huga er mikilvćgt. Ţeir eru sammála um ađ viđhorf ţeirra til námsins sé allt annađ núna en ţegar ţeir stigu sín fyrstu skref í framhaldsskóla, strax ađ loknum grunnskóla. Ţroskinn efli menn og yfirvegunin sé meiri. Hins vegar segjast ţeir ekki geta mćlt međ ţví ađ fara ţessa leiđ, ţ.e.a.s. ađ ljúka ekki starfsréttindum fyrr en á ţrítugs- og fertugsaldri. Ţađ sé vissulega nokkuđ erfitt til hliđar viđ vinnu, fjölskyldulíf og fjárhagslegar skuldbindingar. Ţađ skynsamlega sé fyrir ungt fólk ađ ljúka sínu grunnnámi og eftir atvikum framhaldsnámi sem fyrst eftir grunnskóla og fara síđan út á vinnumarkađinn.

Ţegar litiđ var inn á málmiđnađarbrautina voru Bjarki Búi, Hilmar og félagar ţeirra í stál- og blikksmíđinni  í ćfingatíma í logsuđu hjá Herđi Óskarssyni. Allt er ţetta eftir kúnstarinnar reglum gert og í ţessu eins og mörgu öđru er ţađ ćfingin sem skapar meistarann ađ lokum. Hér kallast á nákvćmni í vinnubrögđum, ţolinmćđi og listfengi. Allt ţarf ţetta ađ vera til stađar til ţess ađ tryggja hámarks gćđi.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00