Fara í efni

Frumkvöðlar á Glerártorgi

Þakkir til þeirra sem greiddu götu frumkvöðlanna!
Þakkir til þeirra sem greiddu götu frumkvöðlanna!

Það hefur verið í mörg horn að líta hjá nemendum í frumkvöðlafræði á viðskipta- og hagfræðibraut VMA. Um liðna helgi tóku þeir þátt í fyrirtækjasmiðju ungra frumkvöðla – Vörumessu 2023 í verslunarmiðstöðinni Smáralind í Kópavogi og í gær kynntu þeir og seldu vörur sínar í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi á Akureyri.

Nemendur í áfanganum settu á stofn þrjú fyrirtæki, Klarus sem framleiðir súkkulaðibita, mótaða með laserskurði í Fab Lab, Moon, sem framleiðir orkudrykk og í þriðja lagi Cremé sem framleiðir mjólkurbúðing.

Í Smáralind höfðu tvö fyrirtækjanna á boðstólum vörur sínar, Klarus og Cremé en ekki náðist að tappa orkudrykk Moon á dósir í tæka tíð hjá Vífilfellli á Akureyri. Það var hins vegar gert fyrr í þessari viku og drykkurinn var boðinn til sölu á Glerártorgi í gær.

Nemendur eru sammála um að frumkvöðlafræði sé afar gagnlegur áfangi, enda sé víða komið við í honum, hvað varðar undirbúning að stofnun fyrirtækja, markaðssetningu, kynningarmál og sölu framleiðsluvara.

Hilmar Friðjónsson, kennari nemendanna í frumkvöðlafræðinni, hefur fylgt þeim eftir á öllum stigum málsins með myndavélina á lofti. Hér eru nokkur myndaalbúm: 

Vörumessa í Smáralind - albúm 1
Vörumessa í Smáralind - albúm 2
Undirbúningur vörumessu á Glerártorgi
Vörumessa á Glerártorgi