Fara í efni  

Íslenska sođningin óţekkt í Sýrlandi!

Íslenska sođningin óţekkt í Sýrlandi!
Reem Almohammad.
Ţađ voru ekki lítil viđbrigđi fyrir Reem Almohammad ţegar hún kom til Akureyrar í hópi sýrlenskra flóttamanna í janúar 2016 - í kulda, snjó og skammdegi. Hún hafđi neyđst til ađ yfirgefa heimalandiđ vegna styrjaldarinnar og heimaborgin hennar, Aleppo, var meira og minna sprengd í tćtlur. Til Akureyrar kom Reem međ fjölskyldu sinni og fleiri sýrlenskum flóttamönnum og hefur búiđ ţar síđan. Hún stundar nám í Verkmenntaskólanum og kann ţví vel.
 
Ţetta er annađ heila skólaáriđ sem Reem stundar nám í VMA. Henni hefur fariđ ótrúlega mikiđ fram í íslenskunni enda leggur hún sig alla fram. Hún segist skilja um ţađ bil 60% af ţví sem viđ hana er sagt en bćtir viđ ađ skilningurinn sé ţó enn á ţví stigi ađ hún skilji ef fólk tali hćgt og skýrt. Tali fólk hins vegar hratt fari hún fljótt út af sporinu í skilningi á málinu. Ekki ađeins er tungumáliđ afar framandi fyrir Reem heldur er skrifmáliđ allt annađ og nýr veruleiki fyrir hana. Hennar móđurmál, arabískan, er af allt öđrum toga međ allt annađ letur. Ţađ ţarf ţví ekki ađ hafa um ţađ mörg orđ ađ fyrir Reem og ađra landa hennar er ţađ risastórt verkefni ađ takast á viđ íslenskuna.
 
Reem er 19 ára gömul. Hún á fimm brćđur, einn ţeirra er einnig í VMA, einn er í Brekkuskóla, tveir í Glerárskóla og einn á leikskóla. Móđir hennar starfar á leikskóla en fađir hennar rekur veitingastađ ţar sem bođiđ er upp á sýrlenskan mat og var opnađur í miđbć Akureyrar sl. sumar. Amma hennar er einnig í heimili. 
 
Reem stundar nám á náttúrufrćđibraut VMA og kann ţví vel, segir ţađ oft nokkuđ strembiđ og krefjandi ţví skilningur hennar í bćđi íslensku og ensku sé takmarkađur. Oft komi ţví fyrir framandi orđ í námsefninu en međ góđri hjálp gangi ţetta alltaf ađ lokum. Um framtíđaráform sín segir Reem ađ hún sé ekki farin ađ hugsa svo langt, fyrst sé ađ ljúka stúdentsprófi frá VMA. En ef til vill láti hún gamlan draum um ađ fara í lćknisfrćđi verđa ađ veruleika.
 
Fyrsta sumariđ á Akureyri vann hún á leikskóla og segist hafa lćrt mikiđ í tungumálinu af krökkunum.  Síđastliđiđ sumar starfađi hún á Hótel KEA og segist ţar ekki hafa haft jafn mikla möguleika á ađ lćra íslensku ţví starfsfólkiđ hafi veriđ af ýmsum ţjóđernum og ţví oft haft samskipti á ensku. Međ skólanum segist Reem vinna tvo dagparta síđdegis viđ póstflokkun hjá Póstinum. 
 
Margt er auđvitađ framandi í íslensku samfélagi fyrir fólk úr fjarlćgum heimshluta eins og Reem. Hún nefnir ađ sér hafi komiđ ţađ nokkuđ á óvart ađ sjá hversu frjálsleg ungmenni á Íslandi eru í litavali ţegar ţau lita hár sitt. Annađ atriđi nefndi Reem sem henni hafi komiđ nokkuđ á óvart, nefnilega ađ Íslendingar sjóđi fiskinn í vatni. Slíkt sé aldrei gert í Sýrlandi. Ţar sé fiskurinn eldađur í ofni eđa grillađur, sođningin ađ hćtti Íslendinga sé óţekkt eldunarađferđ í Sýrlandi!

Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00