Fara í efni  

Í vélstjórn til ţess ađ búa sig undir háskólanám í vélaverkfrćđi

Í vélstjórn til ţess ađ búa sig undir háskólanám í vélaverkfrćđi
Ţóra Kolbrún Jóhannsdóttir.

Ţóra Kolbrún Jóhannsdóttir var ákveđin í ţví ţegar hún lauk grunnskólanámi á Hrafnagili í Eyjafjarđarsveit ađ hún vildi lćra vélaverkfrćđi. Eftir ađ hafa skođađ ýmsa möguleika var niđurstađan sú ađ fara í grunndeild málmiđnađar í VMA og síđan áfram í vélstjórn. Sú ákvörđun var rétt, segir Ţóra Kolbrún ţegar hún horfir til baka. Hún er núna á sinni fimmtu önn í skólanum, ţeirri ţriđju í vélstjórn eftir ađ hafa lokiđ fyrsta árinu í grunndeild málmiđnađar.

Jafnframt vélstjórnarnáminu tekur Ţóra Kolbrún stúdentspróf. Hún horfir til ţess ađ taka BS-nám í vélaverkfrćđi í Reykjavík en fara síđan til útlanda í meistaranám.

„Reynsla mín af ţessu námi er sú ađ ţetta er mjög góđur grunnur. Ég er búin ađ lćra ótrúlega margt um vélar, hönnun véla og vélfrćđi sem ég tel ađ muni hjálpa mér í vélaverkfrćđinni. Ţegar ég var í grunnskóla bjóst ég ekki viđ ţví ađ fara í vélstjórn en svo kynnti ég mér betur hvađ kostir vćru í stöđunni og niđurstađan var ađ fara í ţetta nám. Ég sé ekki eftir ţví. Vélstjórnin sameinar bóklegt nám í raungreinum, sem ég hef gaman af ađ glíma viđ, t.d. stćrđfrćđi, eđlisfrćđi og efnafrćđi, og verklegt nám, sem var mér framandi, t.d. málmsmíđi og málmsuđa. Ég kom í VMA beint úr níunda bekk – sleppti sem sagt tíunda bekk – og ţví var ég ekki orđin fimmtán ára gömul ţegar ég byrjađi í grunndeild málmiđnađar. Ţetta var ţví áskorun og verklegi hlutinn í grunndeildinni var eitthvađ alveg nýtt fyrir mig en ţetta gekk engu ađ síđur mjög vel og mér fannst ţetta mjög skemmtilegt. Vélstjórnarnámiđ er viđamikiđ og ţađ ţarf virkilega ađ skipuleggja sig vel til ţess ađ komast yfir heimanám í öllum áföngum. Ţađ gefst lítill tími í annađ en lćrdóm,“ segir Ţóra Kolbrún.

Eins og áđur hefur veriđ greint frá hér á heimasíđunni fengu fjórir nemendur í VMA, ţar á međal Ţóra Kolbrún, styrk úr hvatningarsjóđi Kviku í haust og nam hann einni milljón króna. Ţóra segir ađ ţađ hafi komiđ sér skemmtilega á óvart ađ hljóta styrkinn og hún sé afar ţakklát fyrir ađ hafa fengiđ hann, enda hafi margir sótt um. Styrkinn segist Ţóra hafa sett strax sett inn á bankabók og ćtli ađ nýta hann ţegar hún fari í háskólanám í vélaverkfrćđi.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00