Fara í efni

Harlekin leiklistarsmiðja hefst í næstu viku - skráningar í gangi

Næstkomandi mánudag, 12. september, hefst í VMA leiklistarsmiðja Leikfélags VMA, Harlekin. Skráning í smiðjuna er í fullum gangi á leikfelag@thorduna.is. Ástæða er til þess að hvetja alla áhugasama um að draga ekki að skrá sig. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Leiðbeinandi verður Jónína Björt Gunnarsdóttir, leik- og tónlistarkona.

Harlekin leiklistarsmiðjan hefst sem fyrr segir nk. mánudag, og henni lýkur föstudaginn 30. september. Þann dag er gert ráð fyrir að sýna afrakstur vinnunnar  í VMA. Fyrirfram segir Jónína Björt erfitt að segja til um hver útkoman verði, það ráðist af fjölda þeirra sem taki þátt og þeim hæfileikum sem þátttakendur búi yfir. Hún segir að áherslan verði á blöndu af leiklist og tónlist og gaman verði að sjá hver útkoman verði.

Harlekin verður góð upphitun fyrir prufurnar fyrir aðalverkefni Leikfélags VMA í vetur, farsann Bót og betrun.