Fara í efni

Þjálfa sig í hárgreiðslu

Nemendur á öðru ári í kennslustund í hárgreiðslu.
Nemendur á öðru ári í kennslustund í hárgreiðslu.

Hársnyrtiiðn er ein af þeim verklegu námsbrautum sem boðið er upp á í VMA. Þetta er viðamikið nám sem er blanda af verklegu – í skólanum og út á vinnustöðum – og bóklegu námi. Í það heila tekur námið sex annir, eins og hér má sjá, og þar af eru fjórar fyrstu annirnar grunnnám. Að námi loknu þreyta nemendur sveinspróf til þess að öðlast starfsréttindi.

Núna eru tveir nemendahópar í hársnyrtiiðn í VMA – annars vegar nýnemar sem eru að hefja nám á fyrstu önn og hins vegar nemar á þriðju önn, sem eru þá að hefja sitt annað námsár í skólanum. Hér eru nemendur á þriðju önn í kennslustund í hárgreiðslu hjá Hörpu Birgisdóttur kennara. Æfingin skapar meistarann í þessu eins og öðru og mikilvægt er að gera sömu æfingarnar aftur og aftur. Hér byggja nemendur ofan á þann grunn sem þeir byggðu í hárgreiðsluáöngum á fyrstu tveimur önnunum. Vegna covid 19 veirunnar gátu þessir nemendur ekki lokið verklegum áföngum sínum sl. vor og því er það mikið ánægjuefni að þeir geti nú aftur komið í skólann og stundað nám sitt af kostgæfni.