Fara í efni  

Flottur árangur nemenda VMA á Íslandsmóti iđn- og verkgreina

Flottur árangur nemenda VMA á Íslandsmóti iđn- og verkgreina
F.v.: Baldur Ţór, Almar Dađi og Viktor.

Fimmtán nemendur frá VMA tóku ţátt í Íslandsmóti iđn- og verkgreina í Laugardalshöllinni, sem lauk sl. laugardag. Árangur ţeirra var stórgóđur og komu ţeir heim međ gull-, silfur- og bronsverđlaun. Sigurinn var tvöfaldur í rafeindavirkjun, Íslandsmeistari varđ Almar Dađi Björnsson og í öđru sćti Baldur Ţór Jónasson, Viktor Ólafsson vann til silfurverđlauna í rafvirkjun, Rafnar Berg Agnarsson varđ í öđru sćti í hönnun vökvakerfa og Andri Már Ólafsson varđ einnig í öđru sćti í málmsuđu. Ţá varđ Íris Birna Kristinsdóttir í ţriđja sćti í heildarkeppninni í hársnyrtiiđn og Magnea Elinóra Pjetursdóttir vann til silfurverđlauna í fantasíugreiđslu.

Eins og fram hefur komiđ var samhliđa Íslandsmótinu efnt til kynningar á framhaldsskólum landsins í Laugardalshöllinni og voru VMA, MA og Heimavist MA og VMA međ sameiginlegan kynningarbás. Kynningin tókst međ miklum ágćtum og lögđu margir leiđ sína í Laugardalshöllina, bćđi til ţess ađ fylgjast međ nemendum keppa í hinum ýmsu iđngreinum og fá upplýsingar um námsframbođ framhaldsskólanna.  

Hér eru myndir sem voru teknar af keppendum í hársnyrtiiđn. Ţessi mynd var tekin af keppendum í málmsuđu og hönnun vökvakerfa ásamt Kristjáni Kristinssyni kennara. Hér er Jón Tryggvi Alfređsson ađ keppa í trésmíđi og hér eru ţeir fjórmenningar frá VMA sem kepptu í málmsmíđi. Andri Már Ólafsson, sem vann til silfurverđlauna, er lengst til vinstri.

Alls var keppt í 27 greinum á Íslandsmótinu. VMA sendi samtals fimmtán keppendur í hársnyrtiiđn, vélstjórnargreinar, málmsuđu, rafeindavirkjun, rafvirkjun og trésmíđi. 

Í ţeim greinum ţar sem nemendur úr VMA komust á verđlaunapall voru úrslit sem hér segir:
 

Hönnun vökvakerfa 
1 Halldór Almar Halldórsson, Tćkniskólinn 
Rafnar Berg Agnarsson, VMA
3 Sveinn Bergsson, Fjölbrautaskóli Suđurlands

Hársnyrtiiđn 
1 Hildur Ösp Gunnarsdóttir, Hárakademían 
2 Laufey Guđrún Vilhjálmsdóttir, Tćkniskólinn 
3 Íris Birna Kristinsdóttir, VMA

Magnea Elinóra varđ í 2. sćti í fantasíugreiđslu sem er aukakeppnisgrein í hársnyrtiiđn.  

Rafvirkjun 
1 Przemyslaw Patryk Slota, Verkmenntaskóli Austurlands 
2 Viktor Ólason, VMA
2 Maríanna Ragna Guđnadóttir, Tćkniskólinn

Rafeindavirkjun 
1 Almar Dađi Björnsson, VMA
2 Baldur Ţór Jónasson, VMA

3 Grétar Smári Hilmarsson, Tćkniskólinn

Málmsuđa 
1 Jón Gylfi Jónsson, Fjölbrautaskóli Norđulands Vestra 
2 Andri Már Ólafsson, VMA
3 Bartlomiej Lacek, Fjölbrautaskóli Suđurlands

Strákarnir í rafeindavirkjun og rafvirkjun sem unnu til gull- og silfurverđlauna í Íslandsmótinu - Almar Dađi Björnsson varđ Íslandsmeistari og Baldur Ţór Jónasson varđ í öđru sćti í rafeindavirkjun og Viktor Ólafsson varđ í öđru sćti í rafvirkjun - eru ađ vonum ánćgđir međ góđan árangur á Íslandsmótinu. Ţeir eru sammála um ađ keppnin hafi veriđ krefjandi og afar lćrdómsrík og ţeir hafi lćrt fullt af henni. Íslandsmeistarinn Almar Dađi sagđist ekki hafa veriđ fullkomlega sáttur viđ sig á lokaspretti keppninnar og álitiđ ađ hann vćri ađ klúđra fyrirliggjandi verkefni, sem fólst í ţví ađ setja saman módel af rafmagnsbíl og setja á hann viđbótarbúnađ, og ţví hafi ţađ komiđ honum skemmtilega á óvart ţegar fyrir lá ađ hann hafi sigrađ keppnina. 

Allir eiga ţeir Almar Dađi, Baldur Ţór og Viktor ţađ sameiginlegt ađ hafa svipuđ markmiđ um framtíđina, ţeir stefna allir á háskólanám ađ loknu sínu iđnnámi og stúdentsprófi frá VMA. Viktor hefur ţegar lokiđ sveinsprófi í rafvirkjun og hann hyggst ljúka stúdentsprófi í vor. Ţetta gerir hann á fjórum árum. Ađ námi loknu segist hann hafa áhuga á ţví ađ fara í rafmagnstćknifrćđi í Danmörku. Almar Dađi og Baldur Ţór eru komnir vel á veg međ nám sitt í rafeindavirkjun í VMA og eru ákveđnir í ţví ađ halda áfram námi ađ ţví loknu, en hafa ekki ákveđiđ á ţessu stigi málsins hvert leiđin liggur.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00