Fara í efni  

Er einfaldlega hrifin af Akureyri

Er einfaldlega hrifin af Akureyri
Hólmfríđur Lilja Birgisdóttir, formađur Ţórdunu.
„Umfjöllun um marga framhaldsskóla hefur ekki alltaf veriđ á jákvćđum nótum og VMA er ţar ekki undanskilinn. Okkar markmiđ í stjórn Ţórdunu er ađ bćta úr ţessu og ég tel ađ sú leiđ sem viđ fórum međ nýnemahátíđina hafi sýnt fram á ađ ţađ er hćgt," segir Hólmfríđur Lilja Birgisdóttir, formađur Ţórdunu - nemendafélags VMA, m.a. í viđtali viđ Vikudag í gćr.

„Umfjöllun um marga framhaldsskóla hefur ekki alltaf verið á jákvæðum nótum og VMA er þar ekki undanskilinn. Okkar markmið í stjórn Þórdunu er að bæta úr þessu og ég tel að sú leið sem við fórum með nýnemahátíðina hafi sýnt fram á að það er hægt," segir Hólmfríður Lilja Birgisdóttir, formaður Þórdunu - nemendafélags VMA, m.a. í viðtali við Vikudag í gær.

„Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt og jákvætt sem allir gætu tekið þátt í – jafnt nýnemar sem eldri nemendur og fjölskyldur þeirra. Í okkar huga var einnig mikilvægt að skapa skólanum jákvæða ímynd. Viðbrögð nemenda voru almennt góð og kennarar sögðu mér að þeir væru mjög ánægðir með þessa breytingu. Einn þeirra sagði að hann væri stoltur af því að vera hluti af skóla sem tæki vel og á jákvæðan hátt á móti nýnemum. Auðvitað heyrði ég gagnrýnisraddir frá einhverjum nemendum sem sögðu sem svo: „Mér var hent í drullubað á sínum tíma, af hverju fá nýnemarnir að sleppa við það núna, af hverju er alltaf verið að aumingjavæða samfélagið?“ En margir af þeim krökkum sem höfðu uppi þessa gagnrýni tóku fullan þátt í þessari nýnemahátíð og mér sýndist þeir skemmta sér vel. En vissulega er um að ræða stóra breytingu frá gömlu busavígslunni yfir í þetta og ætíð eru skiptar skoðanir um stórar breytingar," segir Hólmfríður Lilja í viðtalinu við Vikudag.

Peningar stjórna ansi miklu
Hólmfríður Lilja, sem er Húnvetningur – frá Uppsölum í Austur-Húnavatnssýslu - tók að sér formennsku í Þórdunu sl. vor og því er þetta hennar fyrsta starfsár sem formaður. Hún er á þriðja ári á viðskipta- og hagfræðibraut og segist vera hæstánægð með að hafa valið þá leið. „Ég ákvað að fara í Verkmenntaskólann vegna þess að ég er einfaldlega hrifin af Akureyri, ég kann mjög vel við mig hér. Ég byrjaði á félagsfræðabraut vegna þess að ég hef mikinn áhuga á mannlegu eðli og hvernig samfélagið virkar. Ég færði mig síðan yfir á viðskipta- og hagfræðibraut því þegar öllu er á botninn hvolft eru það peningar og markaðssetning sem stjórnar ansi miklu í daglegu lífi. Í framhaldinu stefni ég á að fara í markaðsfræði í Háskólanum á Akureyri,“ segir Hólmfríður Lilja.
Ásamt nokkrum skólafélögum sínum tók hún þátt í því sl. vetur að stofna ímyndað fyrirtæki og markaðssetja kanilsykur – þar sem er blandað saman sykri og kanil – og samstarfsfyrirtækið, Ásbyrgi-Flóra á Akureyri, tók síðan við keflinu og framleiðir og selur ennþá þessa vöru undir nafninu Sacco-kanilsykur.

Hef ánægju af því að pína sjálf mig
Það er vissulega mikil vinna að stýra stóru nemendafélagi en Hólmfríður Lilja gerir ekki mikið úr því, þrátt fyrir að vera í fullu námi og vinna þar að auki á kvöldin og um helgar í söluskála N1. „Ætli ég hafi bara ekki ánægju af því að pína sjálfa mig,“ segir hún og hlær. „Jú, auðvitað er þetta mikil vinna, en mitt hlutverk er að fá upplýsingarnar og miðla þeim áfram til félaga minna í stjórn nemendafélagsins. Við erum öll saman í þessu, öðruvísi væri þetta ekki hægt.“
Það má ætla að leiðtogagen séu í Hólmfríði Lilju því á sínum tíma var hún formaður nemendafélags Húnavallaskóla, í sinni heimabyggð. „Blessaður vertu, ég er bara svona mikil frekja og brussa,“ segir hún og hlær.
Hún orðar það svo að hún ætli „að hafa aðgang að sveit“ í framtíðinni, en hún sér sig ekki sem bónda.
„Það eru mikil forréttindi að hafa alist upp í sveit. Þar lærir maður að vinna og jafnframt aga. Það kemur sér vel í lífinu. Foreldrar mínir, Birgir Ingþórsson og Sigríður Bjarnadóttir, eru svolítið ströng en það verður að segjast eins og er að það er ákaflega gott að eiga foreldra sem skamma mann,“ segir Hólmfríður og brosir sínu breiðasta. Hún á tvo eldri bræður og því hefur heimasætan í Uppsölum oft þurft að taka á honum stóra sínum. Heimir Páll stundar nám í vélstjórn í VMA og sá eldri, Hilmar Smári, stundar nú búfræðinám á Hvanneyri. Áður nam hann bifvélavirkjun og stálsmíði í VMA. Uppsalasystkinin eru því öll nátengd VMA.
„Bróðir minn fer heim um hverja helgi en ég er oft að vinna um helgar og því fer ég heim aðra eða þriðju hverja helgi. Það er alltaf gott að komast heim í matinn til mömmu,“ segir Hólmfriður Lilja Birgisdóttir í viðtali við vikublaðið Vikudag.

Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00