Fara í efni  

Voru í Nord+ verkefni í Nyköping í Svíţjóđ

Voru í Nord+ verkefni í Nyköping í Svíţjóđ
Frá vinstri: Auđur, Júlíanna, Marín og Hera.

Viđskipta- og hagfrćđibraut VMA hefur frá síđasta ári tekiđ ţátt í Nord+ verkefni sem á ensku er kallađ Empowerment by innovaton-a must for inclusion og fjallar í stórum dráttum um hvernig nýta megi nýsköpun til ţess ađ bćta lífsgćđi ýmissa minnihlutahópa. Verkefniđ er til tveggja ára og í ţví taka ţátt auk VMA framhaldsskólarnir DK-Aarhus Tech í Danmörku, Nyköpings Gymnasium í Svíţjóđ, Careeria í Poorvo í Finnlandi, Lääne-Viru College í Eistlandi og Vilnius Vocational Education and Training Centre of Technology and Business í Litháen. Fyrsti hluti verkefnisins var í Poorvo í Finnlandi í október sl. haust, fyrr í ţessum mánuđi var annar hluti verkefnisins í Nyköping í Svíţjóđ, nćsta samvera verđur í Eistlandi í vor og í haust tekur VMA á móti fulltrúum frá hinum ţátttökulöndunum.

Dagana 3. til 8. febrúar sl. fóru fjórir nemendur af viđskipta- og hagfrćđibraut, Júlíanna Ósk Halldórsdóttir, Marín Elva Sveinsdóttir, Hera Jóhanna Heiđmar Finnbogadóttir og Auđur Lea Svansdóttir, auk kennaranna Katrínar Harđardóttur og Írisar Ragnarsdóttur, til Nyköping. Flogiđ var til Stokkhólms og ţađan var fariđ í lest til Nyköping. Í bakaleiđinni gisti hópurinn eina nótt í Stokkhólmi og náđi ađ skođa borgina.

Júlanna Ósk, Marín Elva, Hera Jóhanna og Auđur Lea eru sammála um ađ ferđin hafi veriđ mjög áhugaverđ og lćrdómsrík. Fjallađ hafi veriđ um ólíka menningarheima og innflytjendur og var sjónum m.a. beint ađ ţví hvernig unnt vćri ađ nota tćknina, ţar á međal snjalltćki, til ţess ađ auđvelda ólíkum hópum samskipti og brjóta niđur ósýnilega múra milli ólíkra menningarheima.

Í ţađ heila tóku hátt í ţrjátíu framhaldsskólakrakkar frá framangreindum skólum ţátt í verkefninu og komu flestir frá Nyköping Gymnasium. Hópnum var skipt í fimm minni hópa og hver ţeirra gerđi myndband ţar sem ţemađ ađ ţessu var nálgast á mismunandi hátt. Liđur í myndbandagerđinni var heimsókn í Bartos Media í Nyköping sem m.a. vinnur auglýsingar, hefur á sínum snćrum hljóđver til útleigu, annast hljóđritanir o.fl. Fleiri heimsóknir voru á dagskránni, m.a. á söfn, en bróđurparti tímans var variđ í Nyköping Gymnasium.

Sem fyrr segir hittast fulltrúar skólanna nćst í Eistlandi í vor og nćsta haust í VMA, ţar sem verđur fjallađ um málefni aldrađra frá ýmsu hliđum.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00