Fara í efni  

Tóku ţátt í Nord+ verkefni í Porvoo í Finnlandi

Tóku ţátt í Nord+ verkefni í Porvoo í Finnlandi
Finnlandsfarar; f.v. Hörđur, Valur og Kristján.

Í liđinni viku voru ţrír nemendur af viđskipta- og hagfrćđibraut ásamt Katrínu Harđardóttur kennara í Porvoo í Finnlandi til ţess ađ taka ţátt í fyrsta hluta Nord+ nemendasamstarfsverkefnis sem tekur m.a. til frumkvöđlastarfs. Einnig er horft til sjálfbćrni og samfélags án ađgreiningar, notkun upplýsingatćkni og um ýmislegt fleira er fjallađ er lýtur ađ hinu daglega lífi fólks. Í stuttu mál má segja ađ verkefniđ beinist ađ ţví ađ bćta líf minnihlutahópa eđa ţeirra sem á einhvern hátt búa viđ skert lífsgćđi.

Í ţessum fyrsta hluta verkefnisins í Porvoo var áherslan á samskipti kynslóđa, hvađ yngri kynslóđin geti lćrt af ţeim eldri og öfugt og hvernig kynslóđir geti miđlađ margbreytilegri kunnáttu sinni og notiđ samvista. Katrín Harđardóttir tók ţessar myndir í ferđinni til Porvoo.

Verkefniđ er til tveggja ára og eru ţátttakendur í ţví, auk VMA, framhaldsskólar í Danmörku (DK-Aarhus Tech), Svíţjóđ (Nyköpings gymnasium), Finnlandi (Careeria í Poorvo), Eistlandi (Lääne-Viru College) og Litháen (Vilnius Vocational Education and Training Centre of Technology and Business).

Ólík viđfangsefni verđa í ţessum sex heimsóknum eđa málstofum. Ţegar fulltrúar skólanna koma í heimsókn í VMA á nćsta ári verđur áherslan á eldra fólk og hvernig unnt sé ađ auka lífsgćđi ţess.

Nemendurnir sem fóru til Porvoo eru Kristján Bjarki Gautason, Hörđur Hlífarsson og Valur Sudee Viđarsson. Ţeir voru sammála um ađ ferđin hafi tekist mjög vel og veriđ ţeim lćrdómsrík í alla stađi. „Ţađ voru ţrír til fjórir nemendur frá hverjum skóla og hópum var skipt í smćrri hópa. Hverjum hópi var úthlutađ verkefni sem hann átti ađ leysa og kynna síđan niđurstöđur sínar. Viđ vorum einnig međ kynningu á VMA og Íslandi. Viđ töluđum ensku en spreyttum okkur einnig ađeins í dönsku ţegar viđ vorum ađ rćđa viđ Svíana og Danina. Viđ fórum út á mánudag í síđustu viku og dagskráin í Pervoo, sem er í um 45 mínútna akstursfjarlćgđ frá Helsinki, var frá átta til fjögur frá ţriđjudegi til fimmtudags. Síđastliđinn föstudag komum viđ síđan heim. Ţetta var mjög skemmtilegt og ţađ var áhugavert ađ fá innsýn í ólíka menningu og venjur í hinum löndunum,“ sögđu Kristján, Hörđur og Valur.

Nćstu fundir í ţessu verkefni verđa eftir áramót, í Svíţjóđ í byrjun febrúar, síđan aftur fyrstu vikun í maí í Eistlandi. Ađ ári liđnu, snemma í október, verđur fundur í verkefninu í VMA, í febrúar 2021 verđur verkefnisfundur í Danmörku og síđasti fundurinn verđur í Litháen í apríl 2021.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00