Fara í efni  

Útgáfa Mjölnis var gríđarlega mikil en skemmtileg vinna

Útgáfa Mjölnis var gríđarlega mikil en skemmtileg vinna
F.v.: Karolina, Unnur, Kristín, Ţórunn og Harpa.

Ţađ er alltaf góđ tilfinning ađ uppskera. Ađstandendur Mjölnis, skólablađs VMA, sem kom út í gćr mega vel viđ una. Ađ baki er löng og ströng međganga sem ritstjórinn, Harpa Lísa Ţorvaldsdóttir, segir í senn hafa veriđ lćrdómsríka og afar skemmtilega.

Mjölnir kom glóđvolgur úr prentvélunum í gćr. Fjörutíu og átta síđur ađ stćrđ og fjölbreyttur ađ efnisvali. Harpa Lísa segir ađ ástin í sinni víđtćkustu merkingu sé ţema blađsins. Ástin er sem sagt eins og rauđur ţráđur í blađinu.

Auk Hörpu Lísu komu ađ útgáfu blađsins Ţórunn Ósk Jóhannesdóttir, markađsstjóri, ritnefndarkonurnar Unnur Jóna Stefánsdóttir og Karolina Domanska og hönnunarstjórinn Kristín Halldóra Atladóttir.

Upphaflega var lagt upp međ útgáfu blađs bćđi á haustönn og vorönn en niđurstađan var eitt blađ núna á vorönn. „Ţetta var vissulega gríđarlega mikil vinna en jafnframt mjög skemmtileg. Síđustu dagana áđur en blađiđ fór í prentun unnum viđ ađ ţessu í átta tíma á dag. Ég get alveg viđurkennt ađ lokavinnsla blađsins, yfirferđ texta, hönnun og frágangur, tók lengri tíma en ég hafđi gert mér grein fyrir. En viđ svo sem vissum ekki nákvćmlega hvađ viđ vorum ađ fara út í, viđ vorum ađ gera ţetta í fyrsta skipti og ţví var margt í ferlinu nýtt fyrir okkur. Viđ vorum til dćmis svo uppteknar síđustu dagana fyrir útgáfu blađsins ađ viđ hreinlega gleymdum ađ láta vita af ţví í skólanum ađ blađiđ vćri ađ koma út!,“ segir Harpa Lísa.

Blađinu var dreift frítt í gćr og voru afhent á milli fjögur og fimm hundruđ blöđ. Valgerđur Dögg Jónsdóttir kennari tók ţessar myndir viđ ţađ tćkifćri.

Mjölnir, sem er fjármagnađur međ auglýsingum og styrk frá nemendafélaginu Ţórdunu, mun einnig liggja frammi á t.d. kaffihúsum og heimavistinni. Auk ţess ađ dreifa blađinu var öllum sem vildu bođiđ upp á íspinna og ađ taka ţátt í einum laufléttum getraunaleik. „Viđ erum ađ sjálfsögđu afar ţakklátar fyrir stuđninginn sem fyrirtćkin sem auglýsa í blađinu hafa sýnt okkur og viljum koma á framfćri bestu ţökkum fyrir hann,“ segir Harpa Lísa.

„Viđ fórum vissulega út fyrir ţćgindarammann í ţessari vinnu og ţegar upp er stađiđ finnst mér mikilvćgast í svona vinnu ađ leyfa hugmyndafluginu ađ fara á flug, ađ ţora ađ segja ţađ sem mađur vill. Blađiđ hefur fengiđ rosalega fínar viđtökur sem gleđur okkur auđvitađ, ekki síst hefur mikill áhugi og hrós frá kennurum glatt okkur,“ segir Harpa Lísa.

Í viđtali viđ Hörpu Lísu og Ţórunni Ósk sem birtist hér á heimasíđunni í september sl. nefndi Harpa Lísa ađ hún stefndi á nám í fjölmiđlun ađ loknu námi í VMA. Í ljósi ţess hversu mikil vinnan var viđ útgáfu Mjölnis, er hún ennţá stađráđin í ţví ađ lćra fjölmiđlun? „Já, ég hef alls ekki skipt um skođun, síđur en svo. Mér fannst ţetta mjög skemmtilegt og hef mikla ánćgju af ţví ađ skrifa,“ segir Harpa Lísa Ţorvaldsdóttir.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00