Fara í efni  

Undirbúa útgáfu Mjölnis

Undirbúa útgáfu Mjölnis
Mjölniskonurnar Harpa Lísa (t.v.) og Ţórunn Ósk.

Ţađ er alltaf sérlega ánćgjulegt ţegar nemendur eru stórhuga og einhenda sér í metnađarfull og stór verkefni. Ţćr stöllur Harpa Lísa Ţorvaldsdóttir og Ţórunn Ósk Jóhannesdóttir sáu sl. vor auglýst eftir fólki til ţess ađ gefa kost á sér í trúnađarstörf á vegum nemendafélagsins Ţórdunu. Ţar á međal var útgáfa skólablađsins Mjölnis. Ţetta var verkefni sem ţeim fannst áhugavert ađ takast á viđ og létu slag standa. Harpa Lísa er nýr ritstjóri Mjölnis en Ţórunn Ósk heldur utan um markađsmálin. Ţćr eru stórhuga og stefna ađ ţví ađ koma út tveimur blöđum í vetur, annars vegar í nóvember nk. og seinna blađiđ komi síđan út á vorönninni. Og ţćr ćtla ekki ađ láta ţar viđ sitja, heldur hyggjast ţćr sjá um vinnslu og útgáfu leikskrár söngleiksins Bugsy Malone sem verđur, eins og áđur hefur komiđ fram, settur upp á sviđ eftir áramót.

Harpa Lísa er Akureyringur en Ţórunn Ósk Skagfirđingur, frá bćnum Álftagerđi. Ţćr segjast ekki hafa tekiđ ađ sér slíkt verkefni áđur en gera sér fulla grein fyrir ađ ţađ verđi krefjandi en skemmtilegt. „Ég hef mikinn áhuga á ţessu og stefni ađ ţví ađ fara í fjölmiđlafrćđi í Háskólanum á Akureyri ađ loknu námi hér í VMA,“ segir Harpa en báđar stunda ţćr nám á félags- og hugvísindabraut, eru á ţriđja ári og stefna á útskrift í vor.

„Viđ höfum ekki veriđ í blađaútgáfu en komiđ ađ félagslífinu hér í skólanum á annan hátt. Harpa lék í Ávaxtakörfunni og ég tók ţátt í uppfćrslu Leikfélags VMA á Litlu hryllingsbúđinni. Viđ tókum síđan ţátt í vinnu viđ nýnemahátíđina í síđustu viku,“ segir Ţórunn Ósk.

„Ţađ má eiginglega segja ađ viđ höfum byrjađ strax síđastliđiđ vor ađ velta upp ýmsum hugmyndum í sambandi viđ efni blađsins og reyna ađ forma ţađ. Síđustu daga höfum viđ hins vegar meira ađ ađ hafa samband viđ fyrirtćki varđandi auglýsingar og stuđning viđ útgáfuna. Síđan förum viđ á fullt í ađ vinna efniđ og höfum ţegar fengiđ vilyrđi nokkurra nemenda um ađ skrifa efni og viljum biđla til fleiri um ađ leggja okkur liđ. Nemendur eru hvattir til ţess ađ setja sig í samband ef ţeir luma á áhugaverđu efni eđa hafa góđar hugmyndir um efni. Hćgt er ađ senda á okkur póst á netfangiđ mjolnirvma1@gmail.com. Einnig viljum viđ endilega biđla til nemenda sem hafa áhuga og kunnáttu á grafískri hönnun ađ setja sig í samband viđ okkur varđandi uppsetningu blađsins. Viđ ţiggjum allar fúsar vinnuhendur,“ segja ţćr Harpa Lísa og Ţórunn Ósk.

Útgáfa Mjölnis hefur veriđ ansi stopul á undanförnum árum og um hríđ hefur blađiđ ekki komiđ út. Hér má sjá tvö síđustu  Mjölnisblöđin. „Viđ ćtlum ađ hafa blađiđ í A4 broti og stefnan er ađ ţađ verđi sem nćst 50 síđur ađ stćrđ,“ segja hinar kraftmiklu Mjölniskonur, Harpa Lísa Ţorvaldsdóttir og Ţórunn Ósk Jóhannesdóttir.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00