Fara í efni  

Sporjárniđ alltaf best

Sporjárniđ alltaf best
Hafţór Grant, húsasmíđanemi á síđasta ári.

Námi í húsasmíđi lýkur viđ lok sjöttu annar og ţá eiga nemendur ađ vera tilbúnir ađ fara í sveinspróf. Fyrsta áriđ er grunndeild fyrir alla sem fara í mismunandi byggingagreinar, síđan velja nemendur sína námsleiđ – húsasmíđi, húsgagnasmíđi, pípulagnir o.s.frv. Á fimmtu önninni eru nemendur eingöngu á vinnumarkađi undir handleiđslu meistara í greininni, á samningi, eins og ţađ er kallađ, en koma síđan aftur í skólann á sjöttu önninni og setja ţá punktinn yfir i-iđ í náminu.

Einn í hópi ţeirra nemenda sem eru núna á sjöttu önn í húsasmíđi og er ađ undirbúa ađ fara í sveinspróf í faginu í vor er Hafţór Grant, 27 ára Akureyringur. Hann rifjar upp ađ smíđarnar hafi ekki veriđ efstar á blađi hjá honum ţegar hann á sínum tíma fór í framhaldsskóla. Fyrst lá leiđin í málmiđnađinn og vélstjórn í VMA. „Ţar var ég í tvö ár en eins og gengur fékk ég skólaleiđa og ákvađ ađ hćtta og fór ađ vinna, fór í byggingarvinnu hjá PS Verki, fyrirtćki í eigu móđurbróđur míns fyrir sunnan, og ţar starfađi ég í tvö ár. Ţetta kveikti í mér og ég fékk áhuga á ađ lćra húsasmíđina. Ţađ varđ ţví úr ađ ég kom norđur aftur og fór í námiđ hérna í VMA,“ segir Hafţór.

Hann segir ţađ allra mest gefandi viđ smíđarnar ađ skapa og sjá eitthvađ eftir sig. „Persónulega finnst mér skemmtilegast ađ smíđa međ handverkfćrunum, ekki síst sporjárninu. Handavinnan krefst mestrar nákvćmni,“ segir Hafţór.

Á ţessari síđustu önn eru nemendur í verklega hlutanum ađ búa sig undir sveinsprófiđ. Nemendur ćfa sig ađ smíđa sambćrileg stykki og ţeim verđur síđan gert ađ smíđa ţegar ađ sjálfu sveinsprófinu kemur. Ţegar litiđ var inn í kennslustund hjá Hafţóri og samnemendum hans voru ţeir önnur kafnir viđ ađ smíđa einskonar snúinn stiga. Verkefni sem krefst mikillar nákvćmni og aga. „Á ţessum lokakafla námsins er áhersla lögđ á sjálfstćđ vinnubrögđ í verklega hlutanum, viđ fáum leiđbeiningar frá kennara ef viđ ţurfum á ţví ađ halda.“

Eins og flestir ef ekki allir nemendur sem eru ađ ljúka húsasmíđinni vinnur Hafţór samhliđa náminu, ţegar tími gefst til. Hann starfar hjá fyrirtćkinu BB-byggingum á Akureyri viđ ýmis verkefni. „Núna erum viđ ađ innrétta íbúđir í nýbyggingu sem verđa síđan seldar.“

Hvađ verđur ađ loknu sveinsprófinu segir Hafţór of snemmt ađ segja en ćtlun hans sé ađ sjálfsögđu ađ starfa viđ húsasmíđarnar í framtíđinni. Ţađ komi síđar í ljós hvort hann fari áfram í meistaraskólann. „Eitt í einu,“ segir Hafţór.

Ţegar hann er beđinn um ađ horfa til baka yfir ţá námsţćtti sem hann hefur fariđ í í náminu segir hann ađ bygging sumarbústađarins á fjórđu önninni sé ţađ verkefni sem hann hafi tvímćlalaust lćrt mest á. Ţađ verkefni taki til svo ótal margra hluta sem sé gott ađ hafa í reynslubankanum ţegar út í alvöruna sé komiđ á vinnumarkađi.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00