Fara í efni  

Húsasmíđin skemmtilegri en ég gat ímyndađ mér

Húsasmíđin skemmtilegri en ég gat ímyndađ mér
Ester María Eiríksdóttir, nemi í húsasmíđi.

Eins og greint hefur veriđ frá hlutu á dögunum fjórir nemendur í VMA, ţrír núverandi og einn fyrrverandi, styrki úr Hvatningarsjóđi Kviku. Ein fjórmenninganna er Ester María Eiríksdóttir, sem er á öđru ári í húsasmíđi í VMA. Hún hlaut eina milljón króna í styrk og svo skemmtilega vill til ađ tvíburabróđir hennar, Jón Örn, sem stundar nám í grunndeild rafiđna í Reykjavík, fékk sömu styrkupphćđ. Ţau systkinin, sem eru frá Hofósi, fengu ţví í sinn hlut tvćr af ţeim fimm milljónum króna sem komu til úthlutunar úr sjóđnum ađ ţessu sinni. Ester segir ađ ţađ hafi komiđ ţeim systkinum í opna skjöldu ađ fá ţessa styrki. Bróđir hennar hafi vitađ af ţví ađ hćgt vćri ađ sćkja um ţessa styrki og ţau hafi sest niđur sl. sumar og útfyllt styrkumsóknir ţar sem ţau greindu frá ţeirra námi, markmiđum ţeirra og hugmyndum um framtíđina, áhugamálum o.fl. „Eiginlega byrjađi ţetta sem hálfgert flipp hjá okkur systkinunum en ţegar viđ síđan settumst niđur og útfylltum styrkumsóknirnar reyndun viđ ađ vanda okkur. En ađ umsóknirnir skyldu verđa til ţess ađ viđ fengum svo styrkina datt okkur aldrei í hug,“ segir Ester.

Sem fyrr segir er Ester á öđru ári í húsasmíđi í byggingadeild VMA. Hún segist hafa mjög gaman af bóknámi og ţví hafi hún fyrst sótt um ađ fara í bóknám í MA en á síđustu stundu ákveđiđ ađ breyta um stefnu. Viđ nánari skođun hafi hún séđ ţann möguleika ađ ljúka iđnnámi og taka jafnframt stúdentspróf og ţar međ taldi hún sig standa sterkar ađ vígi fyrir áframhaldandi nám. „Ég held ađ allt of fáir hugsi út í ţennan möguleika og ég veit ţess dćmi ađ forráđamenn nemenda ýta á ţá ađ fara í bóknám til ţess ađ ljúka stúdentsprófi, sem er ekki nógu gott. Hjartađ verđur ađ ráđa för ţegar nemendur velja sér nám í framhaldsskóla og ţađ er mikilvćgt ađ viđ val á námi hafi nemendur ţađ hugfast ađ ţeir eru alls ekki ađ loka neinum leiđum međ ţví ađ fara í verknám, ţvert á móti eru ţeir ađ styrkja sinn grunn ţví auk viđkomandi verknáms eru ţeim allar leiđir opnar til ţess ađ taka stúdentspróf, eins og ég ćtla ađ gera. Ég sé síđur en svo eftir ţví ađ hafa valiđ ţessa leiđ í námi, ţetta er skemmtilegra en ég gat ímyndađ mér. Ţađ er gaman ađ vinna í höndunum og sjá eitthvađ verđa til. Ţađ er međ smíđarnar eins og annađ nám ađ ţćr eru ekki fyrir allar stelpur en ţćr eru heldur ekki fyrir alla stráka. Ţađ sem fyrst og fremst skiptir höfuđmáli í ţessu er ađ hafa brennandi áhuga á ţví sem mađur er ađ lćra. Ég viđurkenni alveg ađ ađ mér lćddist sú hugsun ađ ég vćri kannski ekki nógu líkamlega sterk til ţess ađ lćra húsasmíđi en ţađ er algjör vitleysa. Ţađ sem fyrst og fremst skiptir máli er nákvćmni og vandvirkni en umfram allt áhugi. Eins og stađan er núna er stefnan ađ ljúka sveinsprófi í húsasmíđi og sömuleiđis ćtla ég ađ ljúka stúdentsprófi. Hvađ síđan tekur viđ verđur ađ koma í ljós en verkfrćđin heillar. Ég hef mjög gaman af raungreinum og tók ţegar ég var í tíunda bekk á Hofsósi framhaldsskólaáfanga í stćrđfrćđi í Fjölbrautaskóla Norđurlands vestra á Sauđárkróki. Ég er ţví komin vel á veg međ stćrđfrćđiáfanga til stúdentsprófs,“ segir Ester.

Liđur í námi nema í húsasmíđi á öđru ári er ađ byggja sumarbústađ. Frá annarbyrjun hafa nemendur smíđađ veggi bústađarins og grindina en áđur en langt um líđur verđa einingarnar fćrđar út og bústađurinn reistur. Hér eru myndir sem voru teknar í vikunni ţegar nemendur voru ađ smíđa veggi bústađarins undir handleiđslu Braga Óskarssonar kennara.

Smíđagen eru í fjölskyldu Esterar ţví fađir hennar er lćrđur málmsmiđur og hann kennir m.a. smíđar í grunnskólanum á Hofsósi. Ester segist hins vegar ekki hafa haft reynslu í smíđum ţegar hún hóf nám fyrir ári síđan í grunnnáminu í byggingadeildinni. „Í ţessu námi er ég til ţess ađ lćra ađ verđa smiđur, svo einfalt er ţađ,“ segir Ester.

Áđur er getiđ um tvíburabróđur Esterar en hún á einnig tvćr yngri systur. Sú eldri, Inga Sara, hóf nám í MA núna í haust og er ţví ári yngri en Ester. Ţćr systur deila herbergi á Heimavist MA og VMA. Yngri systirin er 11 ára gömul í foreldrahúsum á Hofsósi.

En hvernig hyggst Ester nýta milljónina sem hún fékk í styrk úr Hvatningarsjóđi Kviku? „Í eitthvađ gáfulegt, í ţađ minnsta fer hún ekki í nammibarinn í Hagkaup,“ segir hún og hlćr. „Ţessir peningar verđa settir til hliđar um sinn og nýttir á einhvern hátt sem tengist námi mínu í framtíđinni. Hvernig nákvćmlega hef ég ekki ákveđiđ,“ segir Ester María Eiríksdóttir.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00