Fara í efni

Síðasti skiladagur texta í Ungskáld er 10. nóvember

Síðasti skiladagur í Ungskáld er 10. nóvember nk.
Síðasti skiladagur í Ungskáld er 10. nóvember nk.

Sem fyrr er nú efnt til ritlistarsamkeppni ungs fólks á aldrinum 16-25 ára á Norðurlandi eystra undir yfirskriftinni "Ungskáld". Samkeppnin tekur til texta af ýmsum toga – ljóð, sögur, leikrit o.s.frv. – en skilyrðið er að hann sé ritaður á íslensku.

Skil á texta er á netfangið ungskald@akureyri.is og þar komi einnig fram nafn höfundar. Síðasti skiladagur er 10. nóvember nk.. Það eru því átta dagar til stefnu.

Veitt verða þrenn peningaverðlaun fyrir bestu textana, fyrir 1. sæti kr. 50.000, fyrir 2. sæti kr. 30.000 og fyrir 3. sæti kr. 20.000.

Liður í þessu ritlistarátaki var námskeið sem efnt var til 8. október sl. þar sem akureyrski rapparinn, Atli Sigþórsson, betur þekktur sem Kött grá pje, leiðbeindi ungum og upprennandi rithöfundum í skapandi skrifum. Þótti námskeiðið takast mjög vel og er þess því vænst að þátttakan í samkeppninni verði góð.

Að „Ungskáldum“ standa framhaldsskólarnir á Akureyri, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Framhaldsskólinn á Húsavík, Akureyrarstofa, Amtsbókasafnið á Akureyri, Húsið og Sóknaráætlun Norðurlands eystra.