Fara í efni

Ungskáld: Námskeið og samkeppni í skapandi skrifum

Námskeið verður í skapandi skrifum á morgun í MA.
Námskeið verður í skapandi skrifum á morgun í MA.

Akureyrski rapparinn, Atli Sigþórsson, betur þekktur sem Kött grá pje, verður leiðbeinandi á námskeiði í skapandi skrifum á morgun, laugardaginn 8. október, kl. 13-16, fyrir fólk á aldrinum 16-25 ára. Skráningar á námskeiðið sendist á netfangið ungskald@akureyri.is.

Námskeiðið á morgun, sem er hluti af átakinu Ungskáld, verður í húsnæði Menntaskólans á Akureyri. Í framhaldi af námskeiðinu verður efnt til samkeppni í skapandi skrifum og verður skilafrestur 10. nóvember nk. Að átakinu standa Háskólinn á Akureyri, VMA, MA, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Framhaldsskólinn á Húsavík, Húsið, Sóknaráætlun Norðurlands eystra, Amtsbókasafnið og Akureyrarstofa.

Þátttakendur í áðurnefndri samkeppni skulu skila texta (ljóð, leikrit, sögur o.s.frv.), ásamt upplýsingum um höfund á ungskald@akureyri.is. Textinn skal vera á íslensku. Veitt verða verðlaun fyrir þrjá bestu textana: 1. verðlaun: 50 þús. kr.,  2. verðlaun: 30 þús. kr. og 3. verðlaun: 20 þús. Kr.