Fara í efni

Lýðheilsustefna

Lýðheilsustefna VMA skal stuðla að bættri líðan, samstöðu, betri heilsu og jákvæðu andrúmslofti innan skólans.

Í stuttu máli er lýðheilsa  samheiti yfir heilsuvernd og forvarnir. Lýðheilsustarf miðar að því að viðhalda og bæta heilbrigði fólks. Lýðheilsustarf kemur því m.a. inn á félags- umhverfis- og efnahagsmál.  Lýðheilsustefna skal lýsa áherslum VMA.

Lýðheilsustefna VMA

  1. Stefna VMA er að hvetja nemendur til daglegrar hreyfingar.  Það er gert með fjölbreyttu úrvali íþróttaáfanga eins og boltaíþróttir, skíði, útivist, jóga, dans, og skokk.  Það er einnig gert með því að hvetja nemendur til að ganga eða hjóla í skólann.
  2. Stefna VMA er að hvetja starfsfólk til daglegrar hreyfingar. Það er gert m.a. með því að starfsfólk eigi kost á nota þreksal VMA eftir vinnu-/kennsludag, a.m.k. tvisvar í viku.
  3. Starfsfólk VMA stefnir að því að taka þátt í: Hjólað í vinnuna í maí mánuði.
  4. Starfsfólk VMA stefnir að því að fara í a.m.k. eina útivistarferð á haustönn og eina á vorönn. Ferðunum lýkur gjarnan með heilbrigðri samveru og mega gjarnan vera fjölskylduferðir, fyrir börn og fullorðna. Fleiri og/eða krefjandi ferðir eru æskilegar sumar sem vetur.
  5. VMA stefnir að halda heilsueflandi námskeið eftir föngum og stuðla að þátttöku í heilsueflandi viðburðum.
  6. Starfsfólk VMA stefnir að því að endurskoða og þróa lýðheilsustefnuna.

Að samfélag skólans sé jákvætt og að eftirsóknarvert sé að starfa innan þess.

Getum við bætt efni síðunnar?