Fara í efni

Rafvirkjun - kvöldnám

Miðað er við að nemandi hafi náð 20 ára aldri og/eða hafi viðeigandi starfsreynslu. Nemendur sem hafa undirgengist raunfærnimat fá viðkomandi áfanga metna. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Miðað verður við kennslu faggreina þrjá til fjóra daga í viku mánudaga til fimmtudaga eftir klukkan 16:00. Almennar greinar, t.d. íslensku og stærðfræði, þurfa nemendur að taka í dagskóla, fjarnámi eða hjá símenntunarmiðstöðvum en æskilegt er að almennum greinum sé að mestu lokið.

Námið er fjórar annir í skóla. Til viðbótar við skólatímann kemur áskilinn samningur hjá meistara þar sem nemendur vinna að verkþáttum skv. rafrænni ferilbók.

Getum við bætt efni síðunnar?