Fara í efni

Skólanefnd

Skólanefnd starfar samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008. Ráðherra skipar skólanefnd við framhaldsskóla til fjögurra ára í senn. Í skólanefnd skulu sitja fimm einstaklingar. Tveir eru skipaðir samkvæmt tilnefningum sveitarstjórna og þrír án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Nefndin kýs sér formann til eins árs í senn. Áheyrnarfulltrúar eru þrír með málfrelsi og tillögurétt, einn tilnefndur af kennarafundi, einn af nemendafélagi skólans og einn af foreldraráði, til eins árs í senn. Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt. Hann er framkvæmdastjóri nefndarinnar.

Skólanefnd VMA fundar að jafnaði einu sinni í mánuði á starfstíma skóla. Nánari upplýsingar um fundi skólanefndar veitir skólameistari (sigridur.h.jonsdottir@vma.is). Á skólanefndarfundum er rituð fundagerð sem vistuð er samkvæmt málalykli í skjalakerfi skólans.

Fulltrúar í skólanefnd VMA skipaðir frá vorönn 2021-2025

Aðalmenn án tilnefningar:

Sverre Jakobsson - formaður
Matthías Rögnvaldsson
Eva Dögg Björgvinsdóttir

Aðalmenn skv. tilnefningu Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra:

Axel Grettisson
Hrafnhildur Elín Karlsdóttir

Varamenn án tilnefningar:

Gunnar Larsen
Hanna Dögg Maronsdóttir
Sigríður Ólafsdóttir

Varamenn skv. tilnefningu Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra:

Einar Gauti Helgason
Ríkey Sigurbjörnsdóttir

Áheyrnarfulltrúar:

Karen Malmquist, fulltrúi kennara (karen.malmquist@vma.is)
Steinar Bragi Laxdal Steinarsson, fulltrúi nemenda (formadur@thorduna.is)
Gunnbjörn R. Ketilsson, fulltrúi foreldrafélags VMA (gunnbjorn@akureyri.is)

Skoða fundargerð

Uppfært 15. 11 2021 (SHJ)
Getum við bætt efni síðunnar?