Fara í efni

Húsnæði skólans

Opnunartími skólans

 Vestur- og austurinngangur:
 Mánudaga – fimmtudaga kl 8-16.
 Föstudaga kl 8-15.
 Norðurinngangur:
 Mánudaga – fimmtudaga kl 8-17.
 Föstudaga kl 8-15.

 

Skrifstofa skólans er í A-álmu, gengið er inn að austan, við Þórslíkneskið.

Opnunartímar afgreiðslu:
Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15 -15:00 á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00. Lokað er í hádeginu milli kl 12:10-12:30

Skólinn er lokaður um helgar. Upplýsingar varðandi viðburði og námskeið sem eru haldin utan venjulegs opnunartíma skólans eru veittar af þeim sem sjá um þá viðburði/námskeið.

Hér er kort af VMA

  • Öll kennslurými í Verkmenntaskólanum á Akureyri eru merkt með bókstöfum (A, B, C o.s.frv.).
  • Almennum kennslustofum er skipt niður í þrjár kennsluálmur (B, C og D) þar sem kennd eru almenn bókleg fög ásamt verklegum greinum. Stakar almennar kennslustofur er einnig staðsettar í E, G, H, I og M.
  • Verklegum greinum eins og byggingargreinum (E), matvælanámi (G), listnámi (G), málmiðn (H), rafiðn (F og C), háriðn (C) og vélstjórn (I) er síðan skipt niður á viðeigandi verkstæði og kennslurými. Íþróttaaðstaða skólans er staðsett í kjallara skólans (M11). 
  • Bókasafn skólans er staðsett miðsvæðis í skólabyggingunni.
  • Skrifstofur skólameistara, aðstoðarskólameistara, áfangastjóra, sviðsstjóra, ásamt vinnuaðstöðu kennara eru í A - álmu. Í A-álmu er jafnframt skrifstofa skólans. 

Stafrænar öryggismyndavélar eru uppsettar í skólanum. Um er að ræða öryggismyndavélar sem eru staðsettar innanhúss. Í því felst rafræn vöktun á skólabyggingunni sem er gert í þágu öryggis og í þeim tilgangi að varna því að eigur séu skemmdar eða þeim stolið.  
Myndefni verður einungis skoðað ef upp koma atvik er varða eignavörslu eða öryggi einstaklinga, s.s. þjófnaður, skemmdarverk eða slys. Heimild til skoðunar er aðgangsstýrð.

FabLab smiðja er staðsett í F-álmu. Gengið inn að norðan.

  

 
Getum við bætt efni síðunnar?