Flýtilyklar

Námsráđgjöf

Meginmarkmið ráðgjafarinnar í Verkmenntaskólanum er að veita nemendum þjónustu í málum sem tengjast persónulegum högum þeirra, námi og náms- og starfsvali innan skólans eða í viðtökuskólum eftir að námi lýkur hér. Í því felast m.a. leiðbeiningar um vinnubrögð og skipulag, námsval og áætlanir. Nemendur eiga kost á  greiningum á áhugasviði, kvíða og sértækum námsörðugleikum og fá leiðbeiningar um úrræði sem fyrir hendi eru. Námsráðgjafar veita einnig foreldrum, kennurum og öðru starfsfólki ráðgjöf vegna nemenda.  Þá sjá þeir um kynningu á skólanum fyrir verðandi nemendur og taka þátt í vinnu forvarnarteymis í skólanum. Námsráðgjafar eru málsvarar nemenda innan skólans. 

 Við VMA starfa þrír náms- og starfsráðgjafar

Emilía Baldursdóttir, Ásdís Birgisdóttir og Svava Hrönn Magnúsdóttir

 Viðtalstímar námsráðgjafa

Haustönn 2015

 

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Föstudagur

Svava Hrönn

Námsráðgjafi

D álmu

svava@vma.is

9-12

 

13-15

9-10

 

14-15

9-12

 

13-15

9-10 

 

13-15

9-12

Ásdís

Námsráðgjafi

D álmu

disa@vma.is

9-12

 

13-15

9-10

 

14-15

9-12

 

13-15

 9-10

 

13-15

9-12

Emilía

Námsráðgjafi

B álmu

emilia@vma.is

 

 

10-12

 

11-12

 

12-13

 

 

 

 

 

 Emilía hefur umsjón með aðstoð og þjónustu við nemendur með sértæka námsörðugleika og/eða fatlanir, m.a. allt sem varðar greiningu og úrræði vegna lestrar- og skriftarhamlana.

Ásdís og Svava Hrönn sjá um almenna ráðgjöf fyrir nemendur, ráðgjöf um vinnubrögð í námi, ráðgjöf vegna persónulegra mála sem upp geta komið, ráðgjöf um námsframvindu innan VMA og ráðgjöf nám eftir að námi lýkur við VMA.

Þrátt fyrir þessa starfsskiptingu er öllum nemendum frjálst að koma og tala við hvern þessara aðila um hvaðeina sem þeim liggur á hjarta.

 

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Hringteig 2
600 Akureyri
Sími 464 0300 / Fax 464 0301

Kt. 531083-0759

vma[ hjá ]vma.is

Skrifstofa VMA
er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00