Fara í efni

Útfærsla í þrívídd

Útfærsla nemenda á þrívíddarhugmynd Dagbjartar.
Útfærsla nemenda á þrívíddarhugmynd Dagbjartar.

Einn af þeim áföngum sem nemendur á myndlistarlínu listnáms- og hönnunarbrautar taka á þriðju önn í náminu er formfræði og fjarvídd þar sem áhersla er lögð á æfingu nemenda í myndbyggingu á tvívíðum og þvívíðum fleti. Tveir nemendahópar eru í áfanganum og kennir Anna María Guðmann formfræðina en Hallgrímur Ingólfsson fjarvíddina.

Í þrívíddarhlutanum gerðu allir nemendur tillögur að útfærslu á þrívíddinni á gólfflísunum við stigann við norðurútgang skólans. Síðan kusu nemendur á milli tillagna og sú sem fékk flest atkvæði var útfærð á gólfinu í liðinni viku. Hér má sjá útkomuna. Þessa tillögu átti Dagbjört Ósk Jónsdóttir en í nóvember á síðasta ári var viðtal við hana hér á heimasíðunni.