Fara í efni

Emilía Marín datt í lukkupottinn

Emilía Marín með spjaldtölvuna.
Emilía Marín með spjaldtölvuna.

Á grunnskólakynningunni í VMA í síðustu viku var efnt til árlegrar rafmagnsgetraunar í húsakynnum rafiðnbrautar þar sem grunnskólanemar spreyttu sig á viðnámsgetraun. Að þessu sinni voru sem næst 160 sem skiluðu lausnum á getrauninni, flestar voru þær réttar. Dregið var úr réttum lausnum og kom nafn Emilíu Marínar nemanda í Brekkuskóla upp úr kassanum.

Emilía Marín fékk að launum spjaldtölvu sem Rafiðnaðarsambandið gaf. Óskar Ingi Sigurðsson brautarstjóri rafiðngreina afhenti Emilíu Marín spjaldtölvuna.