Fara í efni  

Ekki meiri ađsókn síđan fyrir hrun

Ekki meiri ađsókn síđan fyrir hrun
Kristján Davíđsson gefur nemanda góđ ráđ.

Á ţessari önn hófu rösklega fjörutíu nemendur nám í grunndeild bygginga- og mannvirkjagreina og hafa ţeir ekki veriđ fleiri síđan fyrir efnahagshruniđ áriđ 2008. Halldór Torfi Torfason, brautarstjóri byggingagreina, segir ađ ţessar tölur endurspegli stöđuna á vinnumarkađi, ţegar uppsveifla sé í samfélaginu sćki fleiri nemendur í byggingagreinarnar, greinileg fylgni sé ţarna á milli.

Međ efnahagshruninu dróst mjög saman ađsókn í byggingagreinar í VMA, enda ţrengdist hagur iđnađarmanna á vinnumarkađi mjög og margir ţurftu ađ grípa til ţess ráđs ađ flytja úr landi til ţess ađ fá vinnu. Núna hefur ţetta snúist viđ, nokkur ţensla er á byggingamarkađi á nýjan leik og nóg er ađ gera fyrir iđnađarmenn. Um leiđ eykst áhugi ungs fólks á ađ mennta sig í byggingagreinum og ţađ hefur greinilega skilađ sér inn í VMA.

Halldór Torfi segir sannarlega ánćgjulegt ađ sjá svo marga nemendur í grunnnáminu, en ţeir koma síđan til međ ađ skiptast á hinar ýmsu byggingagreinar – t.d. húsasmíđi, húsgagnasmíđi, múrverk, pípulagnir, málaraiđn o.fl. Nám fyrir múrara hefur veriđ í gangi í VMA og lýkur ţví međ brautskráningu í desember nk. Og Halldór Torfi segir ánćgjulegt ađ geta upplýst ađ um áramót fari af stađ nám fyrir ţá sem vilja lćra pípulagnir. Nokkuđ er um liđiđ síđan ţetta nám var síđast í bođi í VMA. "Ţađ hefur töluvert veriđ spurt um nám fyrir pípulagningamenn og ţví er gleđilegt ađ geta fariđ af stađ međ ţađ á vorönn," segir Halldór Torfi.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00