Fara efni  

Bkasafni er hjarta sklans

Bkasafni er hjarta sklans
Nemendur nnum kafnir lestri bkasafninu.
Bkasafn VMA er eins og vera ber endanlegur viskubrunnur nemenda sklans, ar er a finna upplsingar og efni sem ntist nemendum bi til nms og afreyingar. byrjun ns sklars er sta til ess a hvetja eldri nemendur til a nta sr safni vel og ekki sur a benda nnemum a kynna sr a sem er boi. eir koma raunar til me a f srstaka kynningu bkasafninu nna fyrstu vikum sklarsins.

Bókasafn VMA er eins og vera ber óendanlegur viskubrunnur nemenda skólans, þar er að finna upplýsingar og efni sem nýtist nemendum bæði til náms og afþreyingar. Í byrjun nýs skólaárs er ástæða til þess að hvetja eldri nemendur til að nýta sér safnið vel og ekki síður að benda nýnemum á að kynna sér það sem er í boði. Þeir koma raunar til með að fá sérstaka kynningu á bókasafninu núna á fyrstu vikum skólaársins.

Á bókasafninu er prýðileg aðstaða fyrir nemendur til þess að sækja sér fróðleik af ýmsu tagi, úr bókum og tímaritum eða af vefnum í gegnum tölvur. Þar eru tveir starfsmenn, Sigríður Sigurðardóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur og Rannveig Karlsdóttir kennari. Þær segja ánægjulegt hversu margir nemendur skólans nýti sér bókasafnið. „Hingað koma nemendur til þess að læra, sækja sér efni í heimildaritgerðir eða setjast niður og lesa fréttablöð og tímarit. Það er full ástæða til þess að benda nemendum á að á safninu er fjöldi fagtímarita sem  nýtist vel hinum ótal mörgu brautum skólans,“ segja þær og bæta við að einnig sé lesstofa og tölvuver á safninu.  Þá hafi í sumar verið opnað milli safnsins og B2-tölvustofunnar. Þar með bætist sú aðstaða við fyrir nemendur sem eru að vinna verkefni og ritgerðir.

Sem liður í áfanganum Lífsleikni koma allir nýnemar núna á fyrstu vikum skólaársins á bókasafnið og fá þar fræðslu um notkun þess og hvað það hafi upp á að bjóða. Þær stöllur láta þess getið að nýnemar þurfi ekki að bíða eftir þessum kynningum, þeim sé að sjálfsögðu velkomið að nýta sér safnið strax. „Það eru allir alltaf velkomnir hingað á safnið. Við erum með opið frá klukkan átta á morgnana til klukkan átján alla virka daga, nema föstudaga þegar opið er til klukkan þrjú. Starf okkar hér á safninu lýtur ekki síst að því að kenna nemendum upplýsingalæsi, en í því felst m.a. að læra að meta áreiðanleika heimilda. Upplýsingalæsi er eitt af því sem farið verður yfir, í bókasafnskynningum fyrir nýnema sem framundan eru,“ segja þær.

Hér er hægt að nálgast gleggri og ítarlegri upplýsingar um bóksafn VMA. 


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga fr kl. 08:00 - 15:00, nema fstudaga fr kl 08:00-13:00.