Fara í efni  

Benedikt skólameistari - Anna María ađstođarskólameistari

Benedikt skólameistari - Anna María ađstođarskólameistari
Anna María Jónsdóttir og Benedikt Barđason.

Benedikt Barđason er skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri skólaáriđ 2019-2020 í námsleyfi Sigríđar Huldar Jónsdóttur og Anna María Jónsdóttir ađstođarskólameistari.

Benedikt hefur veriđ ađstođarskólameistari VMA og Anna María hefur veriđ annar tveggja áfangastjóra skólans. Hún ţekkir raunar vel til verkefna ađstođarskólameistara ţví skólaáriđ 2017-2018 gegndi hún ţví starfi í námsleyfi Benedikts Barđasonar.

Áfangastjórar skólaáriđ 2019-2020 eru Sigurđur Hlynur Sigurđsson og Helga Jónasdóttir.

Benedikt segir ađ eins og venja sé til hafi veriđ í mörg horn ađ líta viđ undirbúning skólaársins en núna séu nemendur komnir í skólann, kennsla hafin og skólalífiđ ađ fćrast í fastar skorđur. Hann segir afar ánćgjulegt hversu margir nýnemar hefji nám í VMA í haust. Prýđileg ađsókn sé ađ mörgum brautum skólans, ţannig sé fullbókađ á allar verknámsbrautir og biđlistar. Hann nefnir sem dćmi ađ í byggingadeildinni séu nú ţrír hópar í grunndeildinni auk nemendahópa í bćđi múrsmíđi og pípulögnum. Afar ánćgjulegt sé ađ geta auk húsamíđinnar bćđi bođiđ upp á nám í múrsmíđi og pípulögnum. Einnig sé mikil ađsókn í grunndeild matvćlabrautar og ţar verđi einnig í bođi 2. bekkur í matreiđslu og nám í matartćkni. Ţá nefnir hann ađ á haustönn verđi í bođi nám í rafvirkjun fyrir útskrifađa vélstjóra.

Af stúdentsbrautunum nefnir Benedikt ađ mest ađsókn sé á íţrótta- og lýđheilsubraut og félags- og hugvísindabraut, einnig sé góđ ađsókn á myndlistarlínu listnáms- og hönnunarbrautar. Ţá nefnir Benedikt ađ brautabrú sé óvenjulega fjölmenn viđ upphaf ţessa skólaárs.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00