Fara í efni

Árshátíð VMA 1. apríl - miðasala hefst í þessari viku

Eftir tvö ár í kóvid með tilheyrandi núllstillingu félagslífs blæs nemendafélagið Þórduna nú til alvöru árshátíðar. Hún verður í Íþróttahöllinni á Akureyri föstudaginn 1. apríl (þetta er hreint ekki aprílgabb!!).

Fram koma Friðrik Dór, söngkonan GDR og rappdúettinn Sprite Zero Klan. Veislustjórar verða Vilhelm Anton Jónsson – Villi Naglbítur – og Steiney Skúladóttir, tónlistar- og leikkona. Hljómsveitin Færibandið mun ljúka kvöldinu og leika fyrir dansi.

Miðasala á árshátíðina hefst í þessari viku. Verð aðgöngumiða er 6.500 kr. (hátíðarkvöldverður og ball) fyrir Þórdunumeðlimi en kr. 13.000 (kvöldverður og ball) fyrir aðra. Einnig verður í boði að kaupa aðeins aðgöngumiða á ballið og kostar hann kr. 2.000 fyrir þá VMA-nema sem eiga aðild að Þórdunu en 3.000 kr. fyrir aðra. Rétt er einnig að taka fram að einnig verða í þessari viku seldar VMA-peysur. Einnig verður hægt að panta gegnum netmiðla Þórdunu.

Hér er matseðillinn á árshátíðinni.

Liðin eru rúmlega þrjú ár síðan árshátíð VMA var haldin síðast. Það var í íþróttahúsi Síðuskóla þann 15. mars 2019. Árshátíð 2020 var rétt handan við hornið þegar stjórnvöld ákváðu samkomubann um miðjan mars 2020 og skólanum var skellt í lás - og árhátíðinni þar með aflýst. Anna Birta Þórðardóttir formaður Þórdunu segir því að mikill spenningur sé núna í loftinu, eftir þriggja ára hlé, að fá að halda árshátíð