Fara í efni

Arndís Eva í Söngkeppni framhaldsskólanna

Arndís Eva syngur hér til sigurs í Sturtuhausnum.
Arndís Eva syngur hér til sigurs í Sturtuhausnum.

Arndís Eva Erlingsdóttir verður fulltrúi VMA í Söngkeppni framhaldsskólanna í Bíóhöllinni á Akranesi annað kvöld, 13. apríl. Keppnin verður send út í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsendingin kl. 20:55. Dregið hefur verið um röð fulltrúa skólanna í keppninni og varð niðurstaðan sú að Arndís Eva ríður á vaðið, hún verður sem sagt fyrst á svið í Bíóhöllinni annað kvöld.

Arndís Eva sigraði Sturtuhausinn - Söngkeppni VMA í janúar sl. þegar hún söng lag The Weeknd - Call out my name. Hún lenti í öðru sæti í Sturtuhausnum í fyrra og tók þá einnig þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd VMA. Hún er því reynslunni ríkari í ár.

Auk söngsins hefur Arndís Eva heldur betur látið að sér kveða í leiklistinni, hún var í burðarhlutverkum í uppfærslum VMA á Ávaxtakörfunni í fyrra og Bugsy Malone í ár.