Fara í efni  

Arndís Eva Erlingsdóttir sigrađi Sturtuhausinn 2019

Arndís Eva Erlingsdóttir sigrađi Sturtuhausinn 2019
Arndís Eva Erlingsdóttir.

Arndís Eva Erlingsdóttir söng til sigurs í Sturtuhausnum – söngkeppni VMA í gćrkvöld. Hún söng lagiđ Call out my Name međ miklum glćsibrag. Í öđru sćti var Sćrún Elma Jakobsdóttir og í ţví ţriđja var Álfheiđur Fanney Ásmundsdóttir. Áhorfendaverđlaunin hlaut Aldís Inga Sigmundsdóttir.

Arndís Eva tók ţátt í Sturtuhausnum í fyrra og varđ ţá í öđru sćti keppninnar. Hún söng fyrir hönd VMA í Söngkeppni framhaldsskólanna á Akranesi sl. vor. Hún stundar nám á listnámsbraut VMA og hefur ţar fyrir utan einbeitt sér ađ leiklistinni, segist hafa veriđ í leiklist alveg síđan hún var átta ára gömul. Hún hefur látiđ til sín taka í Leikfélagi VMA, í uppfćrslu ţess á Ávaxtakörfunni í fyrra fór hún međ hlutverk Geddu gulrótar. Og hún verđur aftur á sviđinu í Hofi eftir tćpan hálfan mánuđ ţegar Leikfélag VMA frumsýnir söngleikinn Bugsy Malone. Arndís Eva segist ekki hafa lćrt neitt í söng en neitar ţví ekki ađ sigurinn í keppninni í gćrkvöld, sem var ađ flestra mati óvenju sterk, sé hvatning til ţess ađ leggja meiri áherslu á sönginn.

Stefán Jakobsson tók í upphafi Sturtuhaussins lagiđ sem hann söng í Söngkeppni framhaldsskólanna áriđ 2003 fyrir hönd VMA – og síđan hefur hann ekki litiđ til baka í tónlistinni. Stefán var auk ţess í dómnefnd kvöldsins ásamt Ernu Gunnarsdóttur og Fanneyju Kristjáns Snjólaugardóttur. Stefán tók annađ lag strax eftir hlé áđur en síđustu átta keppendurnir fóru á sviđ.

Jóhann Axel Ingólfsson og Benedikt Gröndal voru kynnar kvöldsins. Hljómsveitin var skipuđ ţeim Jóni Tuma-Hrannari Pálmasyni á bassa, Hafsteini Davíđssyni á trommur, Jóhannesi Stefánssyni á gítar og Styrmi Ţey Traustasyni á hljómborđ. 

Sextán lög voru í Sturtuhausnum ađ ţessu sinni:

1. Álfheiđur Fanney Ásmundsdóttir - My funny Valentine - Lorenz Hart 
2. Sigríđur Rós Atladóttir - You don‘t know - Katelyn Tarvel 
3. Aldís Inga Sigmundsdóttir - Ást - Ragnheiđur Gröndal 
4. Arndís Eva Erlingsdóttir - Call out my name - The Weekend 
5. Brynja Ploy - Dont you remember - Adele 
6. Anna Birta Ţórđardóttir - Homesick - Dua Lipa 
7. Sigríđur Björk Hafstađ - Holding on to you - Twenty one Pilots 
8. Magnea Lind - Make you feel my love - Adele
9. Örn Smári Jónsson - Unsteady - X Ambassadors 
10. Embla Sól Pálsdóttir - Titanium ft. Sia - David Guetta 
11. Sćrún Elma Jakobsdóttir - She used to be mine - Sara Bareilles 
12. Jónína Freyja Jónsdóttir - Love someone - Lukas Graham 
13. Helgi Freyr Gunnarsson og Ţorkell Björn Ingvason - Hótel jörđ 
14. María Björk Jónsdóttir - Vikivaki (voriđ kemur) 
15. Svana Rún - Black Roses - Clare Bowen 
16. Ragnheiđur Diljá - Surprise yourself - Jack Garratt

Stuttmyndafélagiđ Ćsir í VMA tók söngkeppnina upp og verđur hún sett á Youtube einhvern nćstu daga undir nafninu Sturtuhausinn 2019. Um upptöku sáu: Hákon Logi Árnason, Sigurđur Bogi Ólafsson og Dagur Ţórarinsson.

Áđur en úrslit í gćrkvöld voru tilkynnt var upplýst hvađa skemmtiatriđi verđa á árshátíđ VMA 15. mars nk. í íţróttahúsi Síđuskóla. Ţar láta ljós sín skína Magni Ásgeirsson og Salka Sól Eyfeld og hljómsveit, Dj Sveinbjörn,  Sprite Zero Klan og Club Dub. Veislustjórar verđa tilkynntir síđar.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00