Fara í efni

Fjölbreytt lokaverkefni nemenda á stúdentsprófsbrautum og sjúkraliðanema

Einar Freyr Þorleifsson fjallaði um kóralrif.
Einar Freyr Þorleifsson fjallaði um kóralrif.

Sú hefð hefur skapast að undir lok vorannar er efnt til svokallaðs lokaverkefnisdags þar sem nemendur á stúdentsprófsbrautum kynna lokaverkefni sín. Lokaverkefnisdagur var sl. föstudag. Umfjöllunarefni verkefnanna er afar fjölbreytt, allt eftir áhugasviði nemenda.

Að þessu sinni höfðu Kristjana Pálsdóttir, fagstjóri samfélagsgreina, og Ásbjörg Benediktsdóttir, fagstjóri í íslensku, umsjón með lokaverkefnisáfanganum og þær hlýddu á allar kynningarnar ásamt viðkomandi leiðbeinendum.

Nemendurnir eru á félags- og hugvísindabraut, náttúruvísindabraut, viðskipta- og hagafræðibraut, fjölgreinabraut og íþrótta- og lýðheilsubraut. Nemendur á sjöttu stúdentsprófsbrautinni, listnáms- og hönnunarbraut, sýna lokaverkefni sín í Ketilhúsinu og verður sýningin opin til 16. maí nk.

Nemendurnir sem kynntu verkefni sín sl. föstudag eru:

Einar Freyr Þorleifsson - Kóralrifið mikla

Jóhann Jörgen Kjerulf  - Þínar eigin lífverur

Þorkell Björn Ingvason -  Geðlyf framtíðar

Kolfinna Jóhannsdóttir – Offita

Kolbrún Svafa Bjarnadóttir - Svarti dauði

Ívar Smári Björnsson - Þunglyndi ungmenna

Ninja Rut Þorgeirsdóttir - ADHD meðal barna

Erla Guðrún Hrafnsdóttir - Einhverfa og nám  

Auður Lea Svansdóttir – Þekking fólks á lesblindu

Þórhildur Amalía Atladóttir - Mikilvægi hreyfingar aldraðra, farsæl öldrun  

Agnes Fjóla Flosadóttir og Thelma María Heiðarsdóttir - Hlutverk foreldra í árangri í íþróttum

Ragnar Ingi Jónasson - Svefn

Heiðrún Júlía Gunnarsdóttir og Svava Rún Þórhallsdóttir – Miðjarðarhafsmataræðið

Katla María Kristjánsdóttir og Kristrún Lilja Sveinsdóttir - Áhrif íþrótta á þroska barna

Björn Torfi Tryggvason og Árni Haukur Þorgeirsson - Enska deildin

Davíð Már Almarsson - Apple

Örn Smári Jónsson - Úr ræsinu í stjörnunar. Er rapp eitthvað meira en tónlistarstefna?

Jóel Örn Óskarsson - Red Hot Chili Peppers

Hera Jóhanna Heiðmar Finnbogadóttir - Gætum við verið The last of us?

Júlíanna Ósk Halldórsdóttir og Marín Elva Sveinsdóttir - Markaðssetning á stafrænu formi

Ólöf Steinunn Sigurðardóttir og Eva Björg Halldórsdóttir - Ted Bundy

Álfheiður Una Ólafsdóttir - Manson gengið

Bryndís Eva Stefánsdóttir og María Björk Jónsdóttir - Áhrif samfélagsmiðla á sjálfsmynd og líðan ungra karlmanna

Jóhanna Maj Júlíusdóttir Lundberg - Áhrif dýra í lífi barna

Sjúkraliðanemar vinna einnig og kynna lokaverkefni sem þeir velja út frá sínu áhugasviði. Kynningar sjúkraliðanemanna voru líka sl. föstudag í VMA. Eitt verkefnið var kynnt í gegnum fjarfundabúnað frá Noregi. Inga Björg Ólafsdóttir og Hannesína Scheving, kennarar á sjúkraliðabraut, fylgdust ásamt sjúkraliðanemunum með kynningunum.

Sjúkraliðanemarnir eru:

Margrét Jóhanna Sigmundsdóttir – Alzheimer

Dagný Heiðarsdóttir og Andrea Regula Kell – Stóma

Ása Rut Birgisdóttir og Vigdís Aradóttir - Langvinn lungnateppa

ÁlfheiðurBjörk Hannesdóttir - Orsakir brjóstakrabbameins

Sigrún Harpa Baldusdóttir – Átröskun í nútíma samfélagi

Sunna  Bríet Birgisdóttir – Parkinson

Marta María Imsland Margrétardóttir – Þvagsýrugigt

Embla Sól  Haraldsdóttir – Hjúkrun sjúklinga fyrir og eftir gerviliðsaðgerð

Soffía Karen Erlendsdóttir – Geðhvarfasýki

Aðalheiður Agnes Hermannsdóttir – Bólgusjúkdómar í ristli