Fara í efni

Áfram gakk í sumarhúsinu

Bjástrað við þakskeggið.
Bjástrað við þakskeggið.

Nemendur á öðru ári í byggingadeildinni vinna að því hörðum höndum að byggja sumarhús eða frístundahús við norðurhlið skólans. Gaman hefur verið að fylgjast með framvindunni frá því að verkið hófst í byrjun annar og verður ekki annað sagt en að verkinu hafi miðað ljómandi vel.

Eins og sjá má á þessum myndum hefur verið unnið að því að einangra húsið, jafnt að utan sem innan, og eru notuð efni sem hafa verið að ryðja sér til rúms á síðustu árum. Stutt er í að milliveggir verði settir upp en einnig þarf að klára fráganginn að utan. Þegar kíkt var við var verið að klæða undir þakskegg.