Fara í efni  

Á kafi í tónlist í Kaupmannahöfn

Á kafi í tónlist í Kaupmannahöfn
Haukur Sindri Karlsson í kóngsins Kaupmannahöfn.

Síđastliđinn ţriđjudag kom fram í frétt hér á vefnum um uppfćrslu Leikfélags VMA á söngleiknum Bugsý Malón ađ Haukur Sindri Karlsson, kornungur og efnilegur tónlistarmađur, hefđi fengiđ ţađ verkefni ađ vinna tónlistina í sýningunni, ţ.e. ađ spila inn ţau fjölmörgu lög sem eru í sýningunni. Stórt og mikiđ verkefni sem Haukur Sindri segist hafa unniđ ađ undanfarna mánuđi og sé ennţá ađ og verđi vćntanlega ađ betrumbćta hlutina alveg fram ađ frumsýningu. Raunar er Haukur Sindri nú búsettur í Kaupmannahöfn ţar sem hann er í tónlistarnámi í RMC – Rytmisk Musikkonservatorium – en nútíma samskiptatćkni gerir ţađ ađ verkum ađ lítiđ mál er ađ senda stóra tónlistarskrár yfir hafiđ.

„Ég lauk grunndeild rafiđna fyrir hálfu öđru ári. Ákvađ ţá ađ skipta til ađ ljúka stúdentsprófi fyrr., innritađist á fjölgreinabraut VMA og hluti af henni var nám í Tónlistarskólanum á Akureyri, raunar var ég bara í kjarnaáföngum í Verkmenntaskólanum sem ég ţurfti til stúdentsprófs. Í janúar í fyrra fór ég í fyrsta inntökuprófiđ í RMC hér í Kaupmannahöfn sem fólst í ţví ađ leggja fram fimm mínútur af tónlist sem ég hafđi unniđ og síđan var fimm mínútna hljóđblöndunarpróf. Ţađ kom sér vel ađ ég hafđi náđ mjög góđum tökum á hljóđblöndun hjá Hauki Pálmasyni í Tónlistarskólanum á Akureyri og ţessi góđi grunnur dugđi mér til ţess ađ komast í ađra umferđ í inntöku í skólann ţar sem ađeins 18 af 111 umsćkjendum komust í. Ţar átti ég líka ađ koma međ ađrar fimm mínútur af tónlist og síđan var viđtal í tíu mínútur. Bćđi ţessi próf voru strax í annarri og fjórđu viku janúar í fyrra, ţannig ađ ég missti mikiđ af byrjuninni í VMA. Síđan ţurfti ég ađ bíđa alveg ţangađ til í apríl til ađ fá svar frá skólanum. Svariđ var jákvćtt og ţá ţurfti ég ađ skipuleggja flutninga til Kaupmannahafnar. Út fór ég svo 18. ágúst og skólinn byrjađi tveimur dögum síđar. Ég hafđi ekki lokiđ náminu ađ fullu til stúdentsprófs í VMA, átti einungis eftir einn ţýskuáfanga sem ég tók í fjarnámi á haustönn 2018 og útskrifađist ţví sem stúdent frá VMA fyrir jól,“ segir Haukur Sindri.

Hann segist vera hćstánćgđur međ námiđ í Kaupmannahöfn. „Ţađ er í raun ótrúlegt ađ ég sé kominn á ţann stađ ađ gera á hverjum degi ţađ sem ég elska,“ segir Haukur Sindri. Námiđ er til BA-prófs í ţví sem heitir á ensku „Music Production“. Í framhaldinu segist hann stefna á meistaranám í kvikmyndatónlist. „Mér finnst ţetta frábćrt nám. Ţađ er mjög frjálst og viđ eiginlega ráđum hvernig viđ stundum ţađ. Ţađ er ađ sjálfsögđu mćtingarskylda í alla tíma en námiđ er ekki bundiđ viđ eina tegund tónlistar. Mér finnst til dćmis mjög gott ađ geta gert hiphop í einu verkefni og svo dramatíska, sinfóníska tónlist í ţví nćsta. Ég er í tónsmíđum, „Music Production“, kennslufrćđi, hljóđfrćđi, „Artistic development“ og einnig er ég í áfanga er snýr ađ viđskiptahliđ tónlistar,“ segir Haukur Sindri og bćtir viđ ađ hann kunni mjög vel viđ sig í Kaupmannahöfn. „Borgina ţekki ég reyndar mjög vel, ţví hér hef ég veriđ međ annan fótinn vegna ţess ađ móđir mín hefur búiđ hér síđustu tíu ár. Sem stendur bý ég hjá henni en fer síđar í eigin íbúđ.“

Haukur Sindri segir ţađ sannarlega hafa hjálpađ sér í náminu og viđ ađ komast inn í skólann ađ hafa grunninn í rafmagninu úr grunndeild rafiđna. „Mikiđ af hljóđfrćđi er ađ miklu leyti bara einföld rafmagnsfrćđi sem ég hef nú ţegar lćrt. Ég er búinn ađ fikta viđ tónlist frá ţví ég var 12 ára og taldi mig vera nokkuđ flinkan í ţví. Síđan fór ég í Tónlistarskólann á Akureyri og hann tók mig gjörsamlega á nćsta ţrep, ef ekki ţarnćsta ţrep. Kennslan ţar er ótrúlega góđ og í takti viđ tímann,“ segir Haukur Sindri.

Ţađ er ekki lítil mál ađ vinna öll lögin í Bugsý Malón fyrir Leikfélag VMA en Haukur Sindri segir ţađ fyrst og fremst skemmtilegt. „Ţetta verkefni felur ađallega í sér ađ hlusta á upprunalegu tónlistina og spila hana alla upp á nýtt. Síđan er ég alltaf tilbúinn á hliđarlínunni ef ţarf ađ breyta tóntegundum eđa bćta viđ lögum. Ţar sem ég hef ekki beinan ađgang ađ sinfóníuhljómsveit eđa blásturssveit, ţá notast ég mikiđ viđ "sample libraries" í ţessu verkefni, sem eru hljóđfćri tekin upp í heimsklassa stúdíóum, í ţeim tilgangi ađ ađrir geti spilađ ţau í tölvum, yfirleitt međ hljómborđi sem er tengt viđ tölvuna. Blásturshljóđfćri, strengi, píanó, bassa og trommur spila ég ţví sjálfur á hljómborđiđ mitt og einnig tek ég upp alla gítara.“

Eins og ađ framan greinir hefur Haukur Sindri veriđ í tónlist frá unga aldri og hann er ötull viđ ađ senda frá sér lög. Á tónlistarveitunni Spotify er hćgt ađ finna hann sem Hauk Karls. „Ég vinn mína tónlist mest í tölvu, einnig er ég í edm-dúóinu Aquariion međ Kidda Kalla vini mínum. Einnig hef ég veriđ ađ semja kvikmyndatónlist fyrir stuttmyndir, t.d. er ég ađ vinna tónlist fyrir stuttmynd sem Pétur Guđjóns er ađ gera og sömuleiđis samdi ég tónlist um daginn viđ stuttmynd fyrir nemanda í Kvikmyndaskólanum,“ sagđi Haukur Sindri. En hver eru framtíđaráform hans? „Bara ađ skapa mér nafn sem tónskáld og pródúser. Ég stefni á toppinn,“ segir Haukur Sindri Karlsson.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00