Fara í efni

Viðbótarnáms til stúdentsprófs (Staðfestingarnúmer 394)

Brautin er ætluð nemendum í starfsnámi með námslok á 3. hæfniþrepi. Markmið með námsleiðinni er að uppfylla þær lágmarkskröfur sem aðalnámskrá framhaldsskóla setur til stúdentsprófs. Sérhæfing nemandans er fólgin í starfsnámi hans. Mikilvægt er að nemendur skipuleggi nám sitt til að mæta aðgangsviðmiðum þeirrar námsleiðar sem þeir stefna á í háskóla.

Forkröfur

Brautin er ætluð nemendum í starfsnámi með námslok á 3. hæfniþrepi, eða þeim sem hafa lokið starfsnámi með námslok á 3. hæfniþrepi. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áföngum í þessum greinum.

Skipulag

Brautin samanstendur af þeim áföngum sem nemendur af starfsnámsbrautum þurfa að lágmarki að taka til að ljúka stúdentsprófi að loknu starfsnámi. Nemandi getur tekið áfangana jafnt og þétt gegnum námið eða bætt þeim við þegar starfsnámi lýkur hyggi hann á áframhaldandi nám.

Námsmat

Lögð er áhersla á leiðsagnarmat og símat sem gefur nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og metur vinnuframlag þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat er fjölbreytt og aðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda. Námsmat á brautinni er fólgið í símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats s.s. skiladagar verkefna og vægi kemur fram í námsmatsreglum skólans.

Reglur um námsframvindu

Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá.

Hæfnisviðmið

  • efla eigin sjálfsmynd og nýta styrkleika sína
  • sýna frumkvæði og takast á við ólík verkefni innan skólans sem utan
  • vera virkur þátttakandi í skólastarfinu og lýðræðissamfélagi
  • tileinka sér víðsýni, gagnrýna hugsun og samkennd
  • búa yfir öflugri siðferðisvitund og ábyrgðarkennd
  • beita skapandi og lausnamiðaðri hugsun við nám og störf
  • lesa heimildir og rannsóknargögn á gagnrýninn hátt
  • tjá og rökstyðja skoðanir sínar og niðurstöður á skýran hátt
  • gera sér grein fyrir samspili menningar, trúar, uppeldis, stjórnmála og hagþróunar
  • takast á við nám á háskólastigi í sinni grein

Kjarni
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Danska DANS 2OM05 0 5 0
Enska ENSK 2LS05 0 5 0
Íslenska ÍSLE 2HS05(AV) 2KB05(AV) 0 10 0
Einingafjöldi 20 0 20 0

Frjálst val

Nemendur hafa 5 valeiningar í raungrein eða samfélagsgrein.

Getum við bætt efni síðunnar?