Fara í efni

Nýnemar í skólann

Nýnemar í Gryfjunni í dag.
Nýnemar í Gryfjunni í dag.

Nýnemar komu í VMA í dag og tóku sín fyrstu skref í skólanum. Þessar myndir voru teknar við það tækifæri. Hilmar Friðjónsson kennari tók líka nokkrar myndir af þessu tilefni.

Benedikt Barðason, nýr skólameistari VMA, ávarpaði nýnema og forráðamenn þeirra í Gryfjunni í dag og bauð nýja nemendur skólans velkomna til náms í skólanum. Síðan fóru nemendur með umsjónarkennurum sínum í kennslustofur og fengu upplýsingar um skólastarfið framundan.

Í hádeginu bauð nemendafélagið Þórduna nýnemum upp á grillaðar pylsur og af því loknu kynnti stjórn Þórdunu fyrir nemendum eitt og annað sem verður á boðstólum í félagslífinu í vetur.

Deginum lauk síðan með ratleik nýnema um skólann. Gott tækifæri gafst til þess að átta sig á húsnæði skólans og hvar einstaka námsbrautir eru til húsa. Strax á morgun tekur alvaran við á fyrsta kennsludegi skólaársins samkvæmt stundaskrá.