Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA) sér um að meta nám til iðnmeistararéttinda sem aflað er utan meistaraskóla.
Hægt er að sækja um mat hér.
Sýslumenn sjá um að gefa út iðnmeistarabréf. Þegar sótt er um meistarabréf til sýslumanns og umsækjandi hefur ekki lokið meistaraskóla þarf fyrst að sækja um staðfestingu hjá VMA um að nám hans jafngildi námi við meistaraskóla. Þessari staðfestingu framvísar umsækjandi hjá sýslumanni með umsókn sinni um meistarabréf. Ef umsækjandi fær ekki staðfestingu hjá skólanum er nám hans metið til eininga og skráð í INNU, vefumsjónarkerfi framhaldsskóla. Í kjölfarið getur umsækjandi bætt við sig þeim einingum sem upp á vanta í VMA eða öðrum starfsnámsskólum sem bjóða upp á meistaranám og verður þá útskrifaður þaðan.
Gjald fyrir matið er að finna í gjaldskrá skólans.
Nánari upplýsingar og fyrirspurnir mega sendast á netfangið vma@vma.is eða hafa beint samband við skrifstofu skólans.
Gögn verða að vera á ensku, íslensku eða öðru norðurlandamáli. Ef um þýðingu er að ræða þarf hún að vera unnin af vottuðum þýðanda.
Uppfært 06.09.2021