Fara í efni

Stöðumat í erlendum tungumálum

Verkmenntaskólinn býður upp á stöðumat í erlendum tungumálum fyrir innritaða nemendur skólans. Hlutverk stöðumats er að meta þekkingu, hæfni og leikni nemenda í viðkomandi tungumáli. Þeir sem fara í stöðumat ættu að hafa góðan grunn í viðkomandi tungumáli líkt og um móðurmál væri að ræða. Stöðumat er í boði fyrir þau tungumál sem kennd eru við skólann og er oftast í boði í upphafi skólaárs. 

Nemandi sem hefur verið í skóla í erlendis getur fengið það nám metið til eininga samkvæmt lengd og stigi námsins, matið byggir á fyrirliggjandi gögnum. 

Nánari upplýsingar og fyrirspurnir má senda á netfangið vma@vma.is

Gjald fyrir stöðumat og mat á fyrra námi er að finna í gjaldskrá skólans.

 
 
 
 
Getum við bætt efni síðunnar?