Fara í efni

Yfir landamærin í listinni

Kenny Nguyen.
Kenny Nguyen.

Í dag, þriðjudaginn 11. október kl. 17-17.40, heldur myndlistarmaðurinn Kenny Nguyen þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Crossing Boundaries.

Í fyrirlestrinum fjallar Kenny um umbreytingu menningar og efnis í óhlutbundnum list-innsetningum.

Kenny Nguyen er fæddur í Suður-Víetnam og er um þessar mundir búsettur í Charlotte í Norður Karólínu í Bandaríkjunum. Listsköpun hans fjallar um hefðbundið og menningarlegt mikilvægi silkis og hárfínan hverfuleika þess sem bæði skúlptúrs og málverks.

Fyrirlesturinn verður á ensku. Aðgangur er ókeypis.

Sem fyrr eru þriðjudagsfyrirlestrarnir samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, VMA, Myndlistarfélagsins og MA.