Fara í efni  

Wollongong - Mývatnssveit - VMA

Wollongong - Mývatnssveit - VMA
Joanna Figliuzzi Herrera.

Ţađ er löng leiđ frá Wollongong, um 300 ţúsund manna borg í hálfs annars tíma akstursvegalengd suđur af Sidney í Ástralíu, í Verkmenntaskólann á Akureyri. En stundum rćđur tilviljun för ađ nokkru leyti og hlutirnir púslast saman á óvćntan hátt. Ţađ má segja ađ eigi viđ um Joönnu Figliuzzi Herrera sem nú stundar nám í grunndeild matvćla- og ferđagreina í VMA.

Áriđ 2004 kom Ástralinn Joanna í ćvintýraleit til Íslands og starfađi sumarlangt á Hótel Reynihlíđ í Mývatnssveit. Hún segir helstu ástćđuna fyrir ţví ađ hún hafi komiđ til Íslands á sínum tíma hafa veriđ löngun til ađ búa og starfa í evrópsku landi enda eigi hún rćtur í Evrópu, móđir hennar sé frá Spáni og fađir hennar eigi ćttir ađ rekja til Ítalíu.

Joanna lćrđi grafíska hönnun í Ástralíu og starfađi í ţví fagi í nokkur ár í heimalandinu. Hún segist hins vegar hafa komist ađ raun um ađ ţađ ćtti ekki viđ sig ađ sitja viđ tölvu dag eftir dag og viku eftir viku og ţess vegna hafi hún ákveđiđ ađ leita á önnur miđ. Hún lćrđi síđan og starfađi í tískugeiranum um tíma, bćđi í Sidney og í heimaborginni Wollongong.

Aftur leitađi hugurinn til Evrópu en Joanna segir ţađ alls ekki hafa veriđ ćtlun hennar ađ koma aftur til Íslands. En ţađ varđ ţó úr sumariđ 2015 og aftur lá leiđin í Mývatnssveit. Joanna hefur nú veriđ meira og minna í ţrjú ár á Íslandi og starfađ á Hótel Reynihlíđ. Gengiđ ţar í flest störf, ţar á međal eldađ og bakađ. Hún segist raunar hafa veriđ međ ríka reynslu ađ baki í bakstri ţví hún hafi á sínum tíma starfađ lengi viđ bakstur í fjölskyldufyrirtćkinu í Ástralíu.

Joanna ákvađ ađ drífa sig í grunnnám matvćla- og ferđagreina í VMA og styrkja sig til ađ starfa í ţessum geira og hún segist stađráđin í ađ ljúka náminu hér. Ţađ verđi síđan bara ađ koma í ljós hvort hún búi á Íslandi í framtíđinni eđa e.t.v. í einhverju öđru Evrópulandi – trúlega einhverju Norđurlandanna. „Ég hef áhuga á ţví ađ lćra bćđi til bakara og matreiđslumanns en ţađ verđur ađ koma í ljós hvernig ţetta ćxlast,“ segir Joanna. Hún segist kunna náminu vel og henni finnist síđur en svo skrítiđ ađ vera langelst í nemendahópnum. „Ég er vön ţví ađ vinna međ mér mun yngra fólki á Hótel Reynihlíđ ţannig ađ ţađ truflar mig alls ekki,“ segir Joanna.

Hún segist gjarnan hafa viljađ náđ lengra í íslenskunni en flestallir Íslendingar sem hún hafi unniđ međ tali góđa ensku og ţví hafi nánast öll samskipti sín viđ fólk fariđ fram á ensku. „Ég reyni ađ lćra íslensku, međal annars hitti ég kennara hér á Akureyri tvisvar í viku sem leiđbeinir mér og hjálpar mér međ skilning á ýmsum verkefnum sem viđ ţurfum ađ skila í náminu hér,“ segir Joanna.

„Sem stendur bý ég í Mývatnssveit og legg af stađ korter í sjö ţađan til ţess ađ vera komin hingađ klukkan átta. Ég ţarf ađ vera hér tvo daga í viku. Ég fć ađ hluta metna ţá reynslu sem ég hef aflađ mér í gegnum tíđina, m.a. af bakstri í fjölskyldufyrirtćkinu í Ástralíu og einnig af hótelstörfum mínum,“ segir Joanna Figliuzzi Herrera.

Hér er Joanna í kennslustund hjá Ara Hallgrímssyni í VMA ásamt samnemendum sínum.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00