Fara efni  

Vruhnnun nr valfangi

vornn verur boi VMA nr og hugaverur fangi vru- ea inhnnun VH173. fangann kennir Helga Jsepsdttir vruhnnuur og fullyrir hn a hr s ferinni afar hugavert nmsefni sem allir ttu a hafa gaman af a kynna sr, jafnt eir sem eru listnmi, hverskonar innmi ea almennu bknmi.

Á vorönn verður í boði í VMA nýr og áhugaverður áfangi í vöru- eða iðnhönnun – VÖH173. Áfangann kennir Helga Jósepsdóttir vöruhönnuður og fullyrðir hún að hér sé á ferðinni afar áhugavert námsefni sem allir ættu að hafa gaman af að kynna sér, jafnt þeir sem eru í listnámi, hverskonar iðnnámi eða almennu bóknámi.

Helga segist á sínum tíma hafa tekið grunnnám málmiðnaðargreina í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað en síðan hafi hún farið í nám í vöruhönnun í Madríd og lokið því og útskrifast frá Listaháskóla Íslands árið 2011. Núna starfar hún hjá Sandblæstri og málmhúðun á Akureyri.

„Vöruhönnun er mjög áhugavert fag sem fjallar meðal annars um ferlið frá því að fólk hugmyndir og þar til það hefur útfært þær. Einnig komum við inn á notkun mismunandi efna og hvernig fólk tileinkar sér ólíkar aðferðir við vinnslu og samsetningu,“ segir Helga í stuttri lýsingu á náminu. Hún hvetur nemendur úr ólíkum deildum VMA að skoða vel þennan áfanga, hann höfði sannarlega til fólks úr öllum áttum. Helga bætir við að áfanginn verði bæði byggður upp á fyrirlestrum og verklegu námi, m.a. verði farið í heimsóknir á ólík verkstæði.

Rétt er að taka fram að síðasti valdagur nemenda fyrir vorönn er 7. nóvember nk.


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mnudaga til fimmtudaga fr kl. 08:15-12:10 og fr 12:30-15:00. fstudgum er opi fr kl 08:15-13:00.