Fara í efni  

Voru í vinnustađanámi á dvalarheimilum aldrađra í Randers

Voru í vinnustađanámi á dvalarheimilum aldrađra í Randers
Soffía Karen (til vinstri) og Embla Sól.

Vinnustađanámiđ sem Embla Sól Haraldsdóttir og Soffía Karen Erlendsdóttir, nemendur á sjúkraliđabraut VMA, sóttu í Randers í janúar sl. efldu áhuga ţeirra á náminu. Ţćr eru afar sáttar viđ ađ hafa valiđ ađ fara til Randers og kynnast ţar ólíkum hlutum, vera í öđru málumhverfi og standa á eigin fótum.

Embla Sól fór í sjúkraliđanám beint úr grunnskóla og er núna á fjórđu önn í náminu en í ţađ heila tekur ţađ hálft fjórđa ár. Soffía hóf nám á matvćlabraut VMA, var ţví nćst í eina önn skiptinemi á Ítalíu og fór síđan í sjúkraliđanám, ţetta er hennar ţriđja önn í náminu.

Ţegar nemendur eru komnir á ţetta stig í sjúkraliđanáminu eru ţeir í starfsnámi á vinnustöđum á móti bóklegu og verklegu námi í skólanum. Ţegar nemendum bauđst ađ fara í vinnustađanám á ţessari önn til Randers, vinabćjar Akureyrar í Danmörku, ákváđu Embla Sól og Soffía Karen ađ slá til – og sjá ekki eftir ţví, dvölin ţar ytra hafi í senn veriđ skemmileg og lćrdómsrík. Ţćr deildu íbúđ ţćr ţrjár vikur sem ţćr voru í Randers en unnu á tveimur dvalarheimilum fyrir aldrađa, Embla Sól á Plejecenter Tirsdalen og Soffía Karen á Plejecenter Borupvćngćt.

Ţćr áttu ekki í vandrćđum međ tungumálin. Embla segir ađ gamla fólkiđ sem hún annađist hafi einungis talađ sitt móđurmál og ţví hafi ekki veriđ um annađ ađ rćđa en ađ tala dönsku viđ ţađ, sem hafi gengiđ ágćtlega. Viđ starfsfólkiđ töluđu ţćr ensku og dönsku. Soffía segist hafa prófađ ađ grípa til ítölskunnar ţegar gamla fólkiđ átti í erfiđleikum međ ađ skilja dönskuna hennar en ţađ hafi ekki gefiđ góđa raun!


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00