Fara í efni  

Vorhlaup VMA í dag - skráning í fullum gangi

Vorhlaup VMA í dag - skráning í fullum gangi
Viđ upphaf Vorhlaups VMA 12. apríl 2018.

Vorhlaup VMA verđur í dag, miđvikudaginn 3. apríl, og hefst kl. 17:30 viđ austurinngang skólans. Í Vorhlaupinu er áhersla lögđ á holla útiveru ţar sem skokkarar á öllum aldri koma saman og eiga skemmtilega sídegisstund. Keppt verđur í grunnskólaflokki, framhaldsskólaflokki og opnum flokki. Ađ loknu hlaupi býđst hlaupurunum ađ gćđa sér á dýrindis kjötsúpu í Gryfjunni sem matvćlabraut VMA töfrar fram, jafnframt ţví sem verđlaun verđa afhent. Verđlaunaafhending verđur kl. 18:30. Síđan er tilvaliđ ađ skella sér í sund í Sundlaug Akureyrar ađ hlaupi loknu en hún býđur öllum hlaupurum frítt í sund.

Ţađ er sérlega ánćgjulegt hversu fús fyrirtćki hafa veriđ ađ styrkja ţennan árlega hlaupaviđburđ. Veitt verđa verđlaun fyrir sćti og einnig hafa allir keppendur möguleika á ađ vinna útdráttarverđlaun. Til dćmis verđa dregin út Airpods frá Nova og 10 skipta klippikort í salat frá Ís- og salatgerđinni.

Í Vorhlaupi VMA er hćgt ađ velja um tvćr vegalengdir, 5 km og 10 km. Grunnskólanemendur geta bara tekiđ ţátt í 5 km hlaupinu. Hér má sjá hlaupaleiđina, sem er 5 km, sem ţýđir ađ 10 km hlaupararnir skokka tvo hringi. Sjáiđ allar nýjustu upplýsingar um hlaupiđ á fb-síđu hlaupsins.

Forskráningu í hlaupiđ lauk í gćrkvöld en unnt er ađ skrá sig í hlaupiđ í dag. Verđ fyrir báđar vegalengdir er:

500 kr fyrir grunnskóla- og framhaldsskólanema (f. 1999 og seinna).
2.000 kr fyrir hlaupara í opnum flokki (f. 1998 og fyrr).

Á hlaup.is eru allar nánari upplýsingar um hlaupiđ.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00